Erlent

Engar myndir af Stalín á götum Moskvu

Óli Tynes skrifar
Aðdáendur Stalíns bera mynd af honum á 130. fæðingardegi hans 21. desember 2009.
Aðdáendur Stalíns bera mynd af honum á 130. fæðingardegi hans 21. desember 2009. Mynd/AP

Borgarstjórn Moskvu hefur fallið frá því að hengja upp risaplaköt af Jósef Stalín á götum úti þegar þess verður minnst níunda maí að 65 ár eru liðin frá sigrinum á nazistum.

Ógnarstjórn Stalíns kostaði milljónir sakleysingja lífið en margir Rússar dá hann engu að síður. Þeir telja hann hafa meðal annars leitt þjóðina til sigurs í síðari heimsstyrjöldinni.

Plakötin hefðu verið í andstöðu við stefnu núverandi valdhafa í Kreml sem undanfarið hafa fordæmt glæpaverk sem framin voru í stjórnartíð Stalíns.

Ekki verður þó alveg fallið frá því að heiðra gamla harðstjórann því plaköt með mynd hans munu hanga uppi innan dyra á stríðsminjasöfnum og öðrum stöðum þar sem gamlir hermenn safnast gjarnan saman á tyllidögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×