Faðir Helgu: „Ég trúi á sakleysi hennar" SB skrifar 9. nóvember 2010 10:18 Helga Ingvarsdóttir var handtekin í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur, sem er í haldi í Bandaríkjunum í tengslum við risavaxið fjársvikamál segist trúa á sakleysi dóttur sinnar og að sannleikurinn í málinu muni koma fram. „Ég hef heyrt frá henni og við erum að vinna í þessu máli," segir Ingvar sem er stjórnarformaður heildsöluverslunarinnar Karl K. Karlsson. Aðspurður hvort málið tengist á einhvern hátt Íslandi segir hann svo ekki vera. Ingvar segir málið hafa fengið mikið á fjölskylduna. Hann bendir fólki á að trúa ekki öllu sem skrifað er um málið. „Ég trúi á sakleysi hennar," segir hann. Helga Ingvarsdóttir var handtekin á fimmtudaginn ásamt kærasta sínum Vickram Bedi en þau eru búsett í Chappagua í New York ríki og ráku þar tölvuviðgerðarfyrirtæki. Þau eru sökuð um að hafa svikið hundruð milljóna út úr auðkýfingnum Roger Davidson sem leitaði til parsins með bilaða tölvu árið 2004. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum spann parið upp ótrúlega lygasögu um að vírus hefði verið í tölvunni sem ætti rætur sínar að rekja til Hondúras. Þau blönduðu síðan inn í söguna pólskum prestum með tengsl við Opus Dei samtökin sem rithöfundurinn Dan Brown gerði fræg í bókinni Da Vinci lykilinn. Síðan sviku þau fé af milljónamæringnum sem trúði sögu þeirra eins og nýju neti. Í grein Wall Street Journal um málið er tekið fram að Helga sé dóttir íslenska athafnamannsins Ingvars J. Karlssonar sem er stjórnarformaður Karl K. Karlsson heildverslunarinnar. Íslenska utanríkisráðuneytið aðstoðar nú fjölskyldu Helgu vegna málsins. Urður Gunnarsdóttir hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við DV: „Aðkoma okkar að málum sem þessum er alltaf mjög svipuð. Að aðstoða fólk, koma þeim í samband og sjá til að tryggt sé að Íslendingurinn fái lögfræðiaðstoð. Það er yfirleitt okkar aðkoma." Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. 9. nóvember 2010 06:00 Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð. 9. nóvember 2010 07:57 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur, sem er í haldi í Bandaríkjunum í tengslum við risavaxið fjársvikamál segist trúa á sakleysi dóttur sinnar og að sannleikurinn í málinu muni koma fram. „Ég hef heyrt frá henni og við erum að vinna í þessu máli," segir Ingvar sem er stjórnarformaður heildsöluverslunarinnar Karl K. Karlsson. Aðspurður hvort málið tengist á einhvern hátt Íslandi segir hann svo ekki vera. Ingvar segir málið hafa fengið mikið á fjölskylduna. Hann bendir fólki á að trúa ekki öllu sem skrifað er um málið. „Ég trúi á sakleysi hennar," segir hann. Helga Ingvarsdóttir var handtekin á fimmtudaginn ásamt kærasta sínum Vickram Bedi en þau eru búsett í Chappagua í New York ríki og ráku þar tölvuviðgerðarfyrirtæki. Þau eru sökuð um að hafa svikið hundruð milljóna út úr auðkýfingnum Roger Davidson sem leitaði til parsins með bilaða tölvu árið 2004. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum spann parið upp ótrúlega lygasögu um að vírus hefði verið í tölvunni sem ætti rætur sínar að rekja til Hondúras. Þau blönduðu síðan inn í söguna pólskum prestum með tengsl við Opus Dei samtökin sem rithöfundurinn Dan Brown gerði fræg í bókinni Da Vinci lykilinn. Síðan sviku þau fé af milljónamæringnum sem trúði sögu þeirra eins og nýju neti. Í grein Wall Street Journal um málið er tekið fram að Helga sé dóttir íslenska athafnamannsins Ingvars J. Karlssonar sem er stjórnarformaður Karl K. Karlsson heildverslunarinnar. Íslenska utanríkisráðuneytið aðstoðar nú fjölskyldu Helgu vegna málsins. Urður Gunnarsdóttir hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við DV: „Aðkoma okkar að málum sem þessum er alltaf mjög svipuð. Að aðstoða fólk, koma þeim í samband og sjá til að tryggt sé að Íslendingurinn fái lögfræðiaðstoð. Það er yfirleitt okkar aðkoma."
Tengdar fréttir Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. 9. nóvember 2010 06:00 Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð. 9. nóvember 2010 07:57 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. 9. nóvember 2010 06:00
Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð. 9. nóvember 2010 07:57