Innlent

Vinur Eldu á lífi í Haítí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Methúsalem Þórisson, ásamt Eldu eiginkonu sinni.
Methúsalem Þórisson, ásamt Eldu eiginkonu sinni.
Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið fréttir af einum vini sínum, að sögn Methúsalems Þórissonar, eiginmanns hennar.

„Við höfum fengið fregnir af einum vini Eldu að hann væri á lífi. Eftir krókaleiðum fékkst samband við fólk í Carrefour á Haiti í gegnum gervihnattadisk sem það er með," segir Methúsalem. „Nú hafa þau verið beðin að líta eftir öðrum frændum og vinum til að hafa samband við Eldu, móður hennar í New York eða bróður Eldu sem gamla konan er hjá. Þetta gefur nýja von," bætir hann við.

Þau hjónin, Methúsalem og Elda, hafa beitt öllum tiltækum ráðum til þess að fá fréttir af ástvinum sínum frá því að skjálftinn skók Haítí á þriðjudagskvöldið. Elda á bróður í Haítí en auk þess eiga þau fjölda vina sem þau hafa ekki hugmynd um hvar niðurkomin eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×