Erlent

Jafnmargir Bretar hafa fallið í Afganistan og á Falklandseyjum

Tveir breskir hermenn létust í Afganistan í dag og hafa því 255 breskir hermenn fallið síðan herleiðangurinn í landinu hófst árið 2001. Nú hafa því jafnmargir Bretar fallið í Afganistan og féllu á sínum tíma í Falklandseyjastríðinu sem stóð yfir árið 1982. Þar börðust Bretar við Argentínumenn um yfirráð yfir Falklandseyjum.

Allt útlit er þó fyrir að stríðið í Afganistan eigi eftir að dragast á langinn næstu misserin og því nær öruggt að tala fallinna eigi eftir að hækka enn frekar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×