Ný andlit á svið í Þjóðleikhúsið í vor 6. ágúst 2010 06:00 „Ég heyrði það einu sinni frá reyndum leikara að það væri frábært að geta planað líf sitt hálft ár fram í tímann í þessu starfi og nú get ég planað næstum eitt ár svo ég er gríðarlega sáttur," segir Ævar Þór Benediktsson, nýútskrifaður leikari. Ævar hefur ásamt skólafélögum sínum, þeim Hilmi Jenssyni og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, fengið burðarhlutverk í nýjum söngleik eftir Ólaf Hauk Símonarson sem sýndur verður á fjölum Þjóðleikhússins næsta vor. Einnig leika Hannes Óli Ágústsson og Heiða Ólafsdóttir í verkinu en þau eru einnig að stíga sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu en bæði útskrifuðust þau sem leikarar fyrir ári. Verkið ber nafnið Bjart með köflum og er eins konar sveitasöngleikur byggður á bók Ólafs Hauks, Rigning með köflum. Leikstjóri verður Þórhallur Sigurðsson en eins og kunnugt er hafa þeir félagarnir verið iðnir við að sjá landanum fyrir leikritum, eins og til dæmis með Gauragangi og Þreki og tárum. „Þetta er draumur í dós og brosið er varla búið að fara af mér síðan ég fékk fréttirnar," segir Heiða Ólafsdóttir en hún hlakkar gríðarlega til að byrja æfingar á verkinu og sýna hvað í henni býr. Hilmir Jensson tekur í sama streng en hann leikur aðalhlutverkið í söngleiknum. „Ég er alveg sáttur og það er auðvitað mikill heiður að vera valinn til að starfa með öllu þessu færa fólki hjá Þjóðleikhúsinu. Maður verður að fylgjast vel með og læra af þeim bestu." Þau eru sammála um að það sé mikilvægt að nýta tímann vel innan veggja Þjóðleikhússins og eru öll staðráðin í að gera sitt besta úr þessu frábæra tækifæri.- áp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
„Ég heyrði það einu sinni frá reyndum leikara að það væri frábært að geta planað líf sitt hálft ár fram í tímann í þessu starfi og nú get ég planað næstum eitt ár svo ég er gríðarlega sáttur," segir Ævar Þór Benediktsson, nýútskrifaður leikari. Ævar hefur ásamt skólafélögum sínum, þeim Hilmi Jenssyni og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur, fengið burðarhlutverk í nýjum söngleik eftir Ólaf Hauk Símonarson sem sýndur verður á fjölum Þjóðleikhússins næsta vor. Einnig leika Hannes Óli Ágústsson og Heiða Ólafsdóttir í verkinu en þau eru einnig að stíga sín fyrstu skref í Þjóðleikhúsinu en bæði útskrifuðust þau sem leikarar fyrir ári. Verkið ber nafnið Bjart með köflum og er eins konar sveitasöngleikur byggður á bók Ólafs Hauks, Rigning með köflum. Leikstjóri verður Þórhallur Sigurðsson en eins og kunnugt er hafa þeir félagarnir verið iðnir við að sjá landanum fyrir leikritum, eins og til dæmis með Gauragangi og Þreki og tárum. „Þetta er draumur í dós og brosið er varla búið að fara af mér síðan ég fékk fréttirnar," segir Heiða Ólafsdóttir en hún hlakkar gríðarlega til að byrja æfingar á verkinu og sýna hvað í henni býr. Hilmir Jensson tekur í sama streng en hann leikur aðalhlutverkið í söngleiknum. „Ég er alveg sáttur og það er auðvitað mikill heiður að vera valinn til að starfa með öllu þessu færa fólki hjá Þjóðleikhúsinu. Maður verður að fylgjast vel með og læra af þeim bestu." Þau eru sammála um að það sé mikilvægt að nýta tímann vel innan veggja Þjóðleikhússins og eru öll staðráðin í að gera sitt besta úr þessu frábæra tækifæri.- áp
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira