Handbolti

Guðjón Valur frá í sex mánuði til viðbótar - þurfti að fara í aðra aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/DIENER

Guðjón Valur Sigurðsson verður mun lengur frá en í fyrstu var talið en íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekkert spilað með Rhein-Neckar Löwen síðan að hann fór í hnéaðgerð í febrúar.

Guðjón Valur þurfti að fara í aðra aðgerð í morgun og verður væntanlega frá í sex mánuði til viðbótar. Þetta kemur fram á heimasíðu Rhein-Neckar Löwen

Guðjón Valur fór í aðgerð á vinstra hné í morgun en hann hafði fundið verki í hnénu eftir hina aðgerðina sem hann fór í fyrir þremur mánuðum. Guðjón Valur var því ekkert byrjaður að æfa og á endanum var ákveðið að hann færi í aðra aðgerð.

„Þetta er augljóslega mikið áfall fyrir okkur. Við sendum Gogga góða strauma og vonum að hann kom til baka sem fyrst. Hann er fyrirliðinn okkar og við þurfum á honum að halda. Hann ætti að vera kominn aftur í síðasta lagi fyrir seinni hluta næsta tímabils," sagði Thorsten Storm, framkvæmdastjóri félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×