15 prósent kvenna í ofbeldissambandi 6. desember 2010 06:45 Varpa ljósi á ofbeldi gegn konum Erla Kolbrún Svavarsdóttir ritstýrir bók um birtingarmyndir ofbeldis gegn konum. Fréttablaðið/Stefán Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfélagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sambandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók, Ofbeldi - Margvísleg birtingarmynd, sem er ritstýrt af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Þar er ljósi varpað á reynslu íslenskra kvenna og áhrif ofbeldis á heilsu þeirra, en í samtali við Fréttablaðið segir Erla að bókin samanstandi af fjórum rannsóknum sem voru gerðar hér á landi þar sem um þrjú þúsund konur um allt land svöruðu spurningum. „Í raun og veru má því segja að þar birtist rödd um 3000 kvenna," segir Erla. Hún segir að það sem komi einna mest á óvart í rannsóknunum er hversu hátt hlutfall kvenna sem leita á bráðamóttöku eða sækja miðstöð mæðraverndar vegna áhættumeðgöngu, hafa upplifað kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. „Konur í þessum hópum eru að upplifa miklu alvarlegra og tíðara ofbeldi en konur almennt, samkvæmt niðurstöðunum. Þar kemur fram að 20 prósent kvenna á slysa- og bráðamóttöku hafa einhvern tíma verið beittar kynferðislegu ofbeldi og sama tíðni á við um konur í áhættumeðgöngu." Rannsóknin lýtur einnig að því að skoða hvaða áhrif ofbeldi hefur á heilsu kvenna og líðan þeirra. „Heilsa þeirra og vellíðan er marktækt lakari ef þær lifa við langvarandi ofbeldi eða hafa upplifað ofbeldi á ævi sinni. Þær glíma við andlega sjúkdóma eins og þunglyndi, misnotkun fíkniefna, kvíða og skerta sjálfsmynd." Ofbeldi getur meðal annars haft efnahagsleg áhrif þar sem þolendur eiga oft erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaði. Erla segir að þau vilji opna augu fólks fyrir þessum víðtæku áhrifum sem ofbeldi hefur á þolendur, en ekki síður benda á hvernig megi bregðast við. „Við leggjum fram klínískar leiðbeiningar sem eiga að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk, og aðra sem sinna sálgæslu, við að greina ofbeldi. Svo bendum við líka á hvernig fyrstu viðbrögð fagaðila eigi að vera því það er ekki nóg að greina vandamálið, heldur verðum við að hafa úrræði. Það erum við líka að kynna í bókinni, svo heilbrigðisstarfsfólk hafi úrræði ef til þeirra kemur kona sem býr við ofbeldi. Til dæmis hvert á að vísa viðkomandi, hvort sem það er til stofnana eða meðferðaraðila." thorgils@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækara samfélagsmein en flestir gera sér grein fyrir, þar sem 15 prósent kvenna upplifa ofbeldi í núverandi sambandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók, Ofbeldi - Margvísleg birtingarmynd, sem er ritstýrt af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Þar er ljósi varpað á reynslu íslenskra kvenna og áhrif ofbeldis á heilsu þeirra, en í samtali við Fréttablaðið segir Erla að bókin samanstandi af fjórum rannsóknum sem voru gerðar hér á landi þar sem um þrjú þúsund konur um allt land svöruðu spurningum. „Í raun og veru má því segja að þar birtist rödd um 3000 kvenna," segir Erla. Hún segir að það sem komi einna mest á óvart í rannsóknunum er hversu hátt hlutfall kvenna sem leita á bráðamóttöku eða sækja miðstöð mæðraverndar vegna áhættumeðgöngu, hafa upplifað kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. „Konur í þessum hópum eru að upplifa miklu alvarlegra og tíðara ofbeldi en konur almennt, samkvæmt niðurstöðunum. Þar kemur fram að 20 prósent kvenna á slysa- og bráðamóttöku hafa einhvern tíma verið beittar kynferðislegu ofbeldi og sama tíðni á við um konur í áhættumeðgöngu." Rannsóknin lýtur einnig að því að skoða hvaða áhrif ofbeldi hefur á heilsu kvenna og líðan þeirra. „Heilsa þeirra og vellíðan er marktækt lakari ef þær lifa við langvarandi ofbeldi eða hafa upplifað ofbeldi á ævi sinni. Þær glíma við andlega sjúkdóma eins og þunglyndi, misnotkun fíkniefna, kvíða og skerta sjálfsmynd." Ofbeldi getur meðal annars haft efnahagsleg áhrif þar sem þolendur eiga oft erfiðara með að fóta sig á vinnumarkaði. Erla segir að þau vilji opna augu fólks fyrir þessum víðtæku áhrifum sem ofbeldi hefur á þolendur, en ekki síður benda á hvernig megi bregðast við. „Við leggjum fram klínískar leiðbeiningar sem eiga að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk, og aðra sem sinna sálgæslu, við að greina ofbeldi. Svo bendum við líka á hvernig fyrstu viðbrögð fagaðila eigi að vera því það er ekki nóg að greina vandamálið, heldur verðum við að hafa úrræði. Það erum við líka að kynna í bókinni, svo heilbrigðisstarfsfólk hafi úrræði ef til þeirra kemur kona sem býr við ofbeldi. Til dæmis hvert á að vísa viðkomandi, hvort sem það er til stofnana eða meðferðaraðila." thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira