Enski boltinn

Ireland hugsanlega á förum frá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stephen Ireland segir það alls ekki víst að hann verði í herbúðum Man. City á næstu leiktíð en hann hefur afar fá tækifæri fengið síðan Roberto Mancini tók við liðinu.

„Næsta ár er eitt stórt spurningamerki," sagði Ireland. „Ég veit ekki hvað hefur gerst. Ég er samningsbundinn City og eina sem ég get í raun gert er að standa mig þegar kallið kemur."

Ireland hefur aðeins spilað tvo heila leiki síðan Mancini tók við. Liverpool er eitt af þeim félögum sem eru talin hafa áhuga á leikmanninum.

„Þetta hefur verið erfitt ár því mér er mjög annt um starf mitt. Fótboltinn skiptir mig miklu máli og það er afar erfitt að sitja alltaf á hliðarlínunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×