Lífið

Halda garðveislu að brasilískum sið

Hjónin Guðmundur Thorberg og Adriana Rosa Barros halda brasilíska veislu á laugardag. Fréttablaðið/gva
Hjónin Guðmundur Thorberg og Adriana Rosa Barros halda brasilíska veislu á laugardag. Fréttablaðið/gva

Hjónin Guðmundur Thorberg og Adriana Rosa Barros munu standa fyrir brasilískri veislu á laugardag. Guðmundur og Adriana héldu slíkan viðburð fyrst fyrir rúmu ári og komu þá um tvö hundruð manns til þeirra að njóta suður-amerískrar matarmenningar og tónlistar.

„Markmiðið með veislunni í fyrra var að reyna að koma á samböndum á milli fólks frá Suður-Ameríku sem búsett er hérlendis. Í fyrra kom töluvert af fólki frá Suður-Ameríku, Portúgal og Angóla, en einnig mikið af Íslendingum sem hafa áhuga á suður-amerískri menningu. Þetta var mjög vel heppnað í alla staði og eiginkona mín kynntist þarna annarri stúlku frá Brasilíu sem er besta vinkona hennar í dag," útskýrir Guðmundur. Adriana stendur nú í ströngu við eldamennskuna, enda gerir hún ráð fyrir um hundrað og fimmtíu manns í mat.

Guðmundur og Adriana flytja til Hollands í júní og því verður þetta síðasta brasilíska veislan sem þau halda í bili. Innt eftir því hvort hún hafi tíma til að pakka niður á meðan á undirbúningnum stendur segist hún enn ekki byrjuð.

„Ég hef verið á fullu í að undirbúa veisluna undanfarna daga en um leið og því er lokið mun ég einbeita mér að flutningunum," segir Adriana og hlær.

Veislan fer fram við Sóltún 20 klukkan 20.00 og kostar þátttaka 2.500 krónur. - sm








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.