Svanur Sigurbjörnsson: Hversu lengi geta stjórnvöld hunsað vilja þjóðarinnar um hlutlaust veraldlegt ríki? 7. maí 2010 13:43 Í tilefni 20 ára afmælisárs síns mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi halda yfirgripsmikið málþing um gildi veraldlegrar skipan á grunnstoðum þjóðfélagsins, laugardaginn 8. maí í Öskju, húsi HÍ frá kl 10:00 til 14:00. Fimm félagar í Siðmennt munu flytja stutt erindi og taka við spurningum úr sal. Málþingið endar á pallborðsumræðum. Svanur Sigurbjörnsson læknir byrjar með sögulegu yfirliti þeirra hugmynda sem mótuðu hinn Vestræna heim hve mest: „Aldir fullvissunar voru að baki og aldir efahyggjunnar, gríðarlegra framfara í þekkingarleit og húmanískrar réttindabaráttu tóku við. Eftir aldir af valdníðslu þurfti að byggja upp traust fólks á því að hægt væri að mynda réttlátt ríki. Til þess þurfti samfélagssáttmála sem fól í sér dreifingu valdsins, þ.á.m. aðskilnað trúarlegra valdhafa frá ríkinu. Á Íslandi tóku stjórnvöld upp brunaútsöluútgáfuna af þessu fyrirkomulagi og tryggðu Þjóðkirkjunni áframhaldandi forréttindi og sjálftöku á þjóðinni. Þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um málið" Jóhann Björnsson heimspekingur og kennari gagnrýnir menntakerfið og mun hafa m.a. þetta að segja: „Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða" skrifaði Immanuel Kant í stuttri grein árið 1784 um leið og hann hvatti fólk til þess að hugsa sjálfstætt. Þegar litið er til skólastarfs á Íslandi á sjónarmið Kants á ósjálfræði fullt erindi. Þeir sem hafa séð ástæðu til að hugsa sjálfstætt og gagnrýna skólastarf hafa of oft verið litnir hornauga og fengið viðbrögð á borð við þessi: „Hva, það skaðar nú ekki börnin þó......." Vegna þess hversu algeng þessi viðbrögð eru er ástæða til þess að spyrja hvort allt eigi að vera leyfilegt í skólum landsins sem ekki er beinlínis skaðlegt. Í erindi sínu „Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti", mun Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur segja meðal annars: „Fyrir rúmum 70 árum talaði breski heimspekingurinn Susan Stebbing um það sem hún kallaði hugsanir á dósum (potted thinking), sem hún taldi skýrri hugsun og góðri umræðu til mikils trafala. Þar átti Stebbing við það hvernig hinar ýmsu hugmyndir voru einfaldaðar og settar í þægilegan búning og fólk tæki svo við þeim gagnrýnislaust. Er sú umræðuhefð sem við búum við eitthvað betri en sú sem Stebbing gagnrýndi? Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi mun fjalla um það nánar um hin óeðlilegu og ósanngjörnu hagsmunatengsl hinnar evangelísk-lúthersku kirkju við ríkið hérlendis. Svíar hafa aðskilið kirkju frá ríki, en hérlendis hunsa stjórnmála menn rökin fyrir því og meirihlutavilja þjóðarinnar, en í desember síðastliðnum vildu 74% landsmanna aðskilnað skv. þjóðarpúlsi Gallup. Einnig verður slegið á léttari strengi og Halldór Benediktsson, líffræðinemi mun fjalla um veraldleg þjóðfélög í vísindaskáldsögum og kvikmyndum. Áhugafólk um þjóðmál ætti ekki að láta þetta málþing fram hjá sér fara. Þjóðin hefur kallað á aukna gagnrýna hugsun og þarna mun hún fá vænan skammt. Svanur Sigurbjörnsson. Höfundur er stjórnarmaður í Siðmennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í tilefni 20 ára afmælisárs síns mun Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi halda yfirgripsmikið málþing um gildi veraldlegrar skipan á grunnstoðum þjóðfélagsins, laugardaginn 8. maí í Öskju, húsi HÍ frá kl 10:00 til 14:00. Fimm félagar í Siðmennt munu flytja stutt erindi og taka við spurningum úr sal. Málþingið endar á pallborðsumræðum. Svanur Sigurbjörnsson læknir byrjar með sögulegu yfirliti þeirra hugmynda sem mótuðu hinn Vestræna heim hve mest: „Aldir fullvissunar voru að baki og aldir efahyggjunnar, gríðarlegra framfara í þekkingarleit og húmanískrar réttindabaráttu tóku við. Eftir aldir af valdníðslu þurfti að byggja upp traust fólks á því að hægt væri að mynda réttlátt ríki. Til þess þurfti samfélagssáttmála sem fól í sér dreifingu valdsins, þ.á.m. aðskilnað trúarlegra valdhafa frá ríkinu. Á Íslandi tóku stjórnvöld upp brunaútsöluútgáfuna af þessu fyrirkomulagi og tryggðu Þjóðkirkjunni áframhaldandi forréttindi og sjálftöku á þjóðinni. Þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um málið" Jóhann Björnsson heimspekingur og kennari gagnrýnir menntakerfið og mun hafa m.a. þetta að segja: „Það er svo þægilegt að vera ósjálfráða" skrifaði Immanuel Kant í stuttri grein árið 1784 um leið og hann hvatti fólk til þess að hugsa sjálfstætt. Þegar litið er til skólastarfs á Íslandi á sjónarmið Kants á ósjálfræði fullt erindi. Þeir sem hafa séð ástæðu til að hugsa sjálfstætt og gagnrýna skólastarf hafa of oft verið litnir hornauga og fengið viðbrögð á borð við þessi: „Hva, það skaðar nú ekki börnin þó......." Vegna þess hversu algeng þessi viðbrögð eru er ástæða til þess að spyrja hvort allt eigi að vera leyfilegt í skólum landsins sem ekki er beinlínis skaðlegt. Í erindi sínu „Hugsanir á dósum: um hjarðhugsun og andlega leti", mun Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur segja meðal annars: „Fyrir rúmum 70 árum talaði breski heimspekingurinn Susan Stebbing um það sem hún kallaði hugsanir á dósum (potted thinking), sem hún taldi skýrri hugsun og góðri umræðu til mikils trafala. Þar átti Stebbing við það hvernig hinar ýmsu hugmyndir voru einfaldaðar og settar í þægilegan búning og fólk tæki svo við þeim gagnrýnislaust. Er sú umræðuhefð sem við búum við eitthvað betri en sú sem Stebbing gagnrýndi? Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi mun fjalla um það nánar um hin óeðlilegu og ósanngjörnu hagsmunatengsl hinnar evangelísk-lúthersku kirkju við ríkið hérlendis. Svíar hafa aðskilið kirkju frá ríki, en hérlendis hunsa stjórnmála menn rökin fyrir því og meirihlutavilja þjóðarinnar, en í desember síðastliðnum vildu 74% landsmanna aðskilnað skv. þjóðarpúlsi Gallup. Einnig verður slegið á léttari strengi og Halldór Benediktsson, líffræðinemi mun fjalla um veraldleg þjóðfélög í vísindaskáldsögum og kvikmyndum. Áhugafólk um þjóðmál ætti ekki að láta þetta málþing fram hjá sér fara. Þjóðin hefur kallað á aukna gagnrýna hugsun og þarna mun hún fá vænan skammt. Svanur Sigurbjörnsson. Höfundur er stjórnarmaður í Siðmennt.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun