Erlent

Stjórnmálaforingi segir af sér vegna kynlífsmyndbands

Deniz Baykal sést hér fyrir utan höfuðstöðvar CHP-flokksins eftir blaðamannafundinn í gær. Mynd/AP
Deniz Baykal sést hér fyrir utan höfuðstöðvar CHP-flokksins eftir blaðamannafundinn í gær. Mynd/AP

Deniz Baykal, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokks Tyrklands, hefur sagt af sér vegna kynlífsmyndbands sem sýnir hann í ástarlotum með stjórnmálakonu úr flokki hans var birt í síðustu viku. Baykal sem er 71 árs er harðgiftur maður og hefur verið formaður CHP-flokksins í 18 ár.

Á blaðamannafundi í gær fullyrti Baykal að hann væri fórnarlamb samsæris sem pólitískir andstæðingar hans hefðu skipulagt. Flokksleiðtoginn hvorki staðfesti né neitaði að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×