Bað þjóðina afsökunar á sjónarspili 11. júní 2010 02:30 Aðrir stjórnarþingmenn sátu hjá meðan Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, fór mikinn og uppskar reiði stjórnarandstæðinga þegar hann taldi þingmann Sjálfstæðisflokks þurfa að standa skil á tengslum við breska lögfræðistofu. Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, bað þjóðina afsökunar á því að vera þátttakandi í því dapurlega sjónarspili sem fram hafi farið á Alþingi í gær. Þingið komist ekki úr hjólförum haturs og gagnkvæmra ásakana. Stjórnmálaflokkarnir séu að festa þjóðina í mykjuhaug og staðfesta eigið getuleysi til að bjarga þjóðinni úr ógöngum sem þeir hafi sjálfir komið henni í. Tilefni þessarar yfirlýsingar Þráins voru hörð orðaskipti þingmanna við upphaf þingfundar. Þau hófust þegar Björn Valur Gíslason, VG, krafði Sigurð Kára Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, svara um hvort hann tengdist á einhvern hátt eða hefði þegið greiðslur frá bresku lögfræðistofunni Mishcon de Reya, en sú fékk 22 milljónir króna greiddar frá Alþingi vegna vinnu við Icesave-málið. Sigurður Kári sagði svívirðilega aðdróttun felast í orðum Björns Vals. Tengsl sín við þessa stofu væru engin: „Ég skil ekki af hverju íslensk stjórnmál þurfa að vera komin niður á það plan sem [Björn Valur Gíslason] hefur dregið þau niður á," sagði Sigurður Kári. Það væri bæði Birni Val og flokki hans til skammar að fara fram með þessar ásakanir. „Hann ætti að skammast sín og biðjast afsökunar," sagði Sigurður Kári. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðu fóru hörðum og reiðilegum orðum um framgöngu Björns Vals. Fleiri en Þráinn hörmuðu þá umræðusiði sem tíðkast nú á Alþingi. Var þess krafist að forseti þingsins vítti Björn Val. Stjórnarliðar höfðu sig ekki í frammi. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sem sat á forsetastóli, gaf loks þá yfirlýsingu að hann hefði talið að um væri að ræða fyrirspurn Björns Vals til Sigurðar Kára og að ekki hefðu falist í henni dylgjur. „Ef orð mín hafa misboðið háttvirtum þingmanni þá bið ég afsökunar á því," sagði Björn Valur þegar hann tók á ný til máls, „en þetta voru einfaldar spurningar og ég fékk við þeim svör, er ekki allt í lagi með það?" Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, bað þjóðina afsökunar á því að vera þátttakandi í því dapurlega sjónarspili sem fram hafi farið á Alþingi í gær. Þingið komist ekki úr hjólförum haturs og gagnkvæmra ásakana. Stjórnmálaflokkarnir séu að festa þjóðina í mykjuhaug og staðfesta eigið getuleysi til að bjarga þjóðinni úr ógöngum sem þeir hafi sjálfir komið henni í. Tilefni þessarar yfirlýsingar Þráins voru hörð orðaskipti þingmanna við upphaf þingfundar. Þau hófust þegar Björn Valur Gíslason, VG, krafði Sigurð Kára Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, svara um hvort hann tengdist á einhvern hátt eða hefði þegið greiðslur frá bresku lögfræðistofunni Mishcon de Reya, en sú fékk 22 milljónir króna greiddar frá Alþingi vegna vinnu við Icesave-málið. Sigurður Kári sagði svívirðilega aðdróttun felast í orðum Björns Vals. Tengsl sín við þessa stofu væru engin: „Ég skil ekki af hverju íslensk stjórnmál þurfa að vera komin niður á það plan sem [Björn Valur Gíslason] hefur dregið þau niður á," sagði Sigurður Kári. Það væri bæði Birni Val og flokki hans til skammar að fara fram með þessar ásakanir. „Hann ætti að skammast sín og biðjast afsökunar," sagði Sigurður Kári. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðu fóru hörðum og reiðilegum orðum um framgöngu Björns Vals. Fleiri en Þráinn hörmuðu þá umræðusiði sem tíðkast nú á Alþingi. Var þess krafist að forseti þingsins vítti Björn Val. Stjórnarliðar höfðu sig ekki í frammi. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Björns, sem sat á forsetastóli, gaf loks þá yfirlýsingu að hann hefði talið að um væri að ræða fyrirspurn Björns Vals til Sigurðar Kára og að ekki hefðu falist í henni dylgjur. „Ef orð mín hafa misboðið háttvirtum þingmanni þá bið ég afsökunar á því," sagði Björn Valur þegar hann tók á ný til máls, „en þetta voru einfaldar spurningar og ég fékk við þeim svör, er ekki allt í lagi með það?"
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira