Efling heilsu og hjúkrunarþjónusta Sólfríður Guðmundsdóttir skrifar 21. desember 2010 05:00 Á Alþingi hafa komið fram hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt til að leysa þjónustuvanda hjá heilsugæslustöðvum (Fréttablaðið 9.des.s.l.). Fram kom að þingmenn allra flokka voru sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vandamál sín áður en sótt væri í dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða á sjúkrahúsum. Þannig er heilbrigðiskerfið einmitt byggt upp, því heilsugæslustöðvar eru grunnþjónusta sem á að vera fyrsti viðkomustaður neytenda. Flestir sem leita til heilsugæslustöðva panta tíma hjá læknum vegna sjúkdómseinkenna eða veikinda og þurfa nú í mörgum tilfellum að bíða lengur en áður til að komast að. Margir átta sig ekki á því, að á flestum heilsugæslustöðvum starfa hjúkrunarfræðingar sem vinna með skjólstæðingum við að leysa heilsuvanda eða vísa áfram til annarra heilbrigðisstétta eins og þurfa þykir. Best væri að hugsa vel um að halda heilsunni í stað þess að þurfa að laga það sem fer úrskeiðis, líkt og markvissar eldvarnir fyrirbyggja stórbruna. Eru þingmenn og þjóðin tilbúin til að breyta áherslum frá „sjúkdómavæðingu" í „heilsuvæðingu" með því að fjölga fyrirbyggjandi úrræðum og hefja markvissa heilsueflingu? Oft var þörf en nú er nauðsyn á að efla forvarnir og stunda heilsusamlegt líferni til að fyrirbyggja heilsutap og sjúkdóma. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Hjartaverndar hefur meðalþyngd Íslendinga aukist jafnt og þétt undanfarin 40 ár með alvarlegum afleiðingum, t.d. vaxandi offitu, hjartasjúkdómum og sykursýki-2. Þótt þessi staðreynd hafi lengi verið þekkt og mikið rædd hefur vandamálið ekki lagast, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi t.d. sett á sykurskatt til að draga úr mikilli sykurneyslu landsmanna. Sjálfskapaðir sjúkdómar fara vaxandi vegna kyrrsetu og óhollra lífshátta. Fólk þarf að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þekkingin á því hvernig bæta má heilsuna er til staðar hjá fagfólki en auka þarf almenna heilsufræðslu, heilsulæsi, stuðning og ráðgjöf til almennings. Einnig þarf að athuga hvernig fjármunum sem fara til heilbrigðismála er varið. Samkvæmt nýlegum tölum OECD eru opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi (8,8%) af OECD-ríkjum (6,4%). Hlutdeild hins opinbera í heildarútgjöldum til heilbrigðismála á Íslandi (83,5%) er umtalsvert hærri en að meðaltali í OECD-ríkjunum (73%). Heildarútgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa á Íslandi nema 3.159 Bandaríkjadölum sem jafngildir um 370 þúsund íslenskum krónum á mann. Bandaríkjamenn hafa reiknað út að fyrir hvern dollar sem þeir nota til forvarna spara þeir 3,58 dollara í sjúkraþjónustu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt áherslu á að hjúkrunarfræðingar gangi á undan með góðu fordæmi og efli eigin heilsu til að geta verið í stakk búnir til að hjúkra, ráðleggja og hvetja almenning til heilsueflingar. Niðurstöður vinnuhópa Heilsuþings félagsins þann 24. september s.l. sýna að hjúkrunarfræðingar vilja auka heilsueflandi þjónustu og úrræði svo almenningur hafi val sem hentar hverjum og einum. Leggja þarf aukna áherslu á samvinnu stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja, fagfólks og almennings til að draga úr lífstílssjúkdómum. Þörf er fyrir samvinnu stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks til framkvæmda sem byggjast á þeim raunveruleika sem við búum við í dag, með framtíðarhag að leiðarljósi. Hjúkrunarfræðingar hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Þeir sinna forvörnum eins og almennri heilsufræðslu og heilsuvernd, leiðbeina fólki með leiðir til að t.d. lækka blóðþrýsting og fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdóma eins og sykursýki. Til að bæta heilsu og auka vellíðan þarf oft að bæta eigin lífsstíl. Það má til dæmis gera með 30 til 60 mínútna hreyfingu á dag, að borða hollt fæði í hæfilegu magni, að forðast sætindi og mettaða fitu, að auka neyslu á grófu korni og að borða 5-8 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Nauðsynlegt er að fá góðan nætursvefn (7 til 8 tíma) og drekka nóg af vatni (6 til 8 glös á dag) en spara gosið. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru lífslíkur að miklu leyti í okkar höndum (70-80%) þar sem framtíðarheilsa ræðst að mörgu leyti af daglegum venjum. Það er okkar val hvernig lífstíl við veljum. Velur þú heilsusamlegt líf eða líf með áhættuþáttum sem dregur úr vellíðan til lengri tíma og lífslíkum? Hjúkrunarfræðingar eru til þjónustu reiðubúnir (á heilsugæslustöðvum, stofnunum og í samfélaginu) og vilja hjálpa samborgurum sínum til sjálfshjálpar. Víðtæk þekking og reynsla gerir stéttinni kleift að meta andlega, líkamlega og félagslega heilsu skjólstæðinga og taka áhrifaþætti umhverfisins inn í heildarmyndina til að fyrirbyggja heilsutjón og finna lausnir á vanda. Einstaklings- og hópfræðsla ásamt ráðgjöf til heilsueflingar eru stór þáttur af starfi hjúkrunarfræðinga sem bera hag skjólstæðinga fyrir brjósti. Foreldrafræðsla ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í heilsuvernd fjölskyldunnar. Foreldrar bera ábyrgð á heilsu barna sinna. Þeir þurfa að vera góð fyrirmynd og ala börnin upp á þann hátt að þau verði fær um að efla og viðhalda eigin heilbrigði, sem er undirstaða hamingju og velferðar. Til að þjóðin megi njóta góðrar heilsu í framtíðinni þarf sameiginlegt átak allra í samfélaginu og eru hjúkrunarfræðingar tilbúnir til að leggja sitt af mörkun til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi hafa komið fram hugmyndir um nýja heilbrigðisstétt til að leysa þjónustuvanda hjá heilsugæslustöðvum (Fréttablaðið 9.des.s.l.). Fram kom að þingmenn allra flokka voru sammála um mikilvægi þess að sem flestir sjúklingar leituðu til heilsugæslunnar með vandamál sín áður en sótt væri í dýrari þjónustu hjá sérfræðilæknum eða á sjúkrahúsum. Þannig er heilbrigðiskerfið einmitt byggt upp, því heilsugæslustöðvar eru grunnþjónusta sem á að vera fyrsti viðkomustaður neytenda. Flestir sem leita til heilsugæslustöðva panta tíma hjá læknum vegna sjúkdómseinkenna eða veikinda og þurfa nú í mörgum tilfellum að bíða lengur en áður til að komast að. Margir átta sig ekki á því, að á flestum heilsugæslustöðvum starfa hjúkrunarfræðingar sem vinna með skjólstæðingum við að leysa heilsuvanda eða vísa áfram til annarra heilbrigðisstétta eins og þurfa þykir. Best væri að hugsa vel um að halda heilsunni í stað þess að þurfa að laga það sem fer úrskeiðis, líkt og markvissar eldvarnir fyrirbyggja stórbruna. Eru þingmenn og þjóðin tilbúin til að breyta áherslum frá „sjúkdómavæðingu" í „heilsuvæðingu" með því að fjölga fyrirbyggjandi úrræðum og hefja markvissa heilsueflingu? Oft var þörf en nú er nauðsyn á að efla forvarnir og stunda heilsusamlegt líferni til að fyrirbyggja heilsutap og sjúkdóma. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Hjartaverndar hefur meðalþyngd Íslendinga aukist jafnt og þétt undanfarin 40 ár með alvarlegum afleiðingum, t.d. vaxandi offitu, hjartasjúkdómum og sykursýki-2. Þótt þessi staðreynd hafi lengi verið þekkt og mikið rædd hefur vandamálið ekki lagast, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi t.d. sett á sykurskatt til að draga úr mikilli sykurneyslu landsmanna. Sjálfskapaðir sjúkdómar fara vaxandi vegna kyrrsetu og óhollra lífshátta. Fólk þarf að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þekkingin á því hvernig bæta má heilsuna er til staðar hjá fagfólki en auka þarf almenna heilsufræðslu, heilsulæsi, stuðning og ráðgjöf til almennings. Einnig þarf að athuga hvernig fjármunum sem fara til heilbrigðismála er varið. Samkvæmt nýlegum tölum OECD eru opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi (8,8%) af OECD-ríkjum (6,4%). Hlutdeild hins opinbera í heildarútgjöldum til heilbrigðismála á Íslandi (83,5%) er umtalsvert hærri en að meðaltali í OECD-ríkjunum (73%). Heildarútgjöld til heilbrigðismála á hvern íbúa á Íslandi nema 3.159 Bandaríkjadölum sem jafngildir um 370 þúsund íslenskum krónum á mann. Bandaríkjamenn hafa reiknað út að fyrir hvern dollar sem þeir nota til forvarna spara þeir 3,58 dollara í sjúkraþjónustu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt áherslu á að hjúkrunarfræðingar gangi á undan með góðu fordæmi og efli eigin heilsu til að geta verið í stakk búnir til að hjúkra, ráðleggja og hvetja almenning til heilsueflingar. Niðurstöður vinnuhópa Heilsuþings félagsins þann 24. september s.l. sýna að hjúkrunarfræðingar vilja auka heilsueflandi þjónustu og úrræði svo almenningur hafi val sem hentar hverjum og einum. Leggja þarf aukna áherslu á samvinnu stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja, fagfólks og almennings til að draga úr lífstílssjúkdómum. Þörf er fyrir samvinnu stjórnvalda og heilbrigðisstarfsfólks til framkvæmda sem byggjast á þeim raunveruleika sem við búum við í dag, með framtíðarhag að leiðarljósi. Hjúkrunarfræðingar hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Þeir sinna forvörnum eins og almennri heilsufræðslu og heilsuvernd, leiðbeina fólki með leiðir til að t.d. lækka blóðþrýsting og fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdóma eins og sykursýki. Til að bæta heilsu og auka vellíðan þarf oft að bæta eigin lífsstíl. Það má til dæmis gera með 30 til 60 mínútna hreyfingu á dag, að borða hollt fæði í hæfilegu magni, að forðast sætindi og mettaða fitu, að auka neyslu á grófu korni og að borða 5-8 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. Nauðsynlegt er að fá góðan nætursvefn (7 til 8 tíma) og drekka nóg af vatni (6 til 8 glös á dag) en spara gosið. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru lífslíkur að miklu leyti í okkar höndum (70-80%) þar sem framtíðarheilsa ræðst að mörgu leyti af daglegum venjum. Það er okkar val hvernig lífstíl við veljum. Velur þú heilsusamlegt líf eða líf með áhættuþáttum sem dregur úr vellíðan til lengri tíma og lífslíkum? Hjúkrunarfræðingar eru til þjónustu reiðubúnir (á heilsugæslustöðvum, stofnunum og í samfélaginu) og vilja hjálpa samborgurum sínum til sjálfshjálpar. Víðtæk þekking og reynsla gerir stéttinni kleift að meta andlega, líkamlega og félagslega heilsu skjólstæðinga og taka áhrifaþætti umhverfisins inn í heildarmyndina til að fyrirbyggja heilsutjón og finna lausnir á vanda. Einstaklings- og hópfræðsla ásamt ráðgjöf til heilsueflingar eru stór þáttur af starfi hjúkrunarfræðinga sem bera hag skjólstæðinga fyrir brjósti. Foreldrafræðsla ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga er mikilvægur þáttur í heilsuvernd fjölskyldunnar. Foreldrar bera ábyrgð á heilsu barna sinna. Þeir þurfa að vera góð fyrirmynd og ala börnin upp á þann hátt að þau verði fær um að efla og viðhalda eigin heilbrigði, sem er undirstaða hamingju og velferðar. Til að þjóðin megi njóta góðrar heilsu í framtíðinni þarf sameiginlegt átak allra í samfélaginu og eru hjúkrunarfræðingar tilbúnir til að leggja sitt af mörkun til að svo megi verða.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar