Lífið

Níumenningarnir í Nýlistasafninu

Ragnar Kjartansson ætlar að sýna stuðning sinn í verki.
Ragnar Kjartansson ætlar að sýna stuðning sinn í verki.
Fjöldi listmanna tekur þátt í listviðburði sem fer fram í Nýlistasafninu á laugardaginn. Viðburðurinn ber titilinn Skríllinn gegn ákæruvaldinu! og er haldinn til stuðnings níumenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi.

Listinn yfir þá tónlistarmenn, myndlistarmenn og rithöfunda sem kemur fram er langur en allir vilja þeir sýna andúð sína á ákærunni á hendur níumenningunum.

Þeir eru Kristín Eiríksdóttir, Magnús Pálsson, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Sara Björnsdóttir, Reykjavík!, Jón Örn Loðmfjörð, Katrín Ólafsdóttir, Perspired by Iceland, Arnljótur Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Birna Þórðardóttir, Rúst!, Örn Karlsson, Una Björk Sigurðardóttir, Rakel McMahon, Katrín I Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt, Ragnar Kjartansson, Ásmundur Ásmundsson, Ingólfur Gíslason, Páll Haukur Björnsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Egill Sæbjörnsson og Hrafnkell Sigurðsson.

Viðburðurinn hefst klukkan 17. Nýlistasafnið er til húsa að Skúlagötu 28. Á vefslóðinni rvk9.org er að finna frekari upplýsingar um viðburðinn og málstað níumenninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.