Talsmaður Bíladaga ósáttur við neikvæða umfjöllun 22. júní 2010 10:45 Björgvin er ósáttur að það vanti alla jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum um Bíladaga. „Miðað við allan þann fjölda sem var saman kominn þykir mér þetta hafa farið vel fram. Þar af leiðandi þykir mér að það megi líka benda á jákvæðu hliðina,“ segir Björgvin Ólafsson, talsmaður Bíladaga. Björgvin er í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, sem sér um hina árlegu Bíladaga á Akureyri. Hátíðin fór fram um helgina og Björgvin er ósáttur við umfjöllun um hátíðina sem hann segir hafa verið afar neikvæða. Hann gagnrýnir einnig að fótboltaleikur í 1. deild hafi fengið meiri umfjöllun en fjölsóttar bílakeppnir. „Það horfðu um 7.500 manns á götuspyrnuna og um 5.000 manns horfðu á Burn out-keppnina á Akureyrarvelli,“ segir hann. „Þess má geta að rétt áður voru um 200 manns þar á leik KA - Fjölnis. Það er því augljóst að það er mikið gert upp á milli áhugamála í fjölmiðlum.“ Björgvin segir bílaklúbburinn vera að koma sér upp aðstöðu fyrir ofan bæinn. Keppnir í miðbæ Akureyrar heyri því sögunni til. Tíðar fréttir af áfengisneyslu, ólátum og glæfraakstri bárust frá Akureyri um helgina, en Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að lögreglan hafi í raun ekkert nema ágætt að segja um Bíladaga. Miðað við fjöldann sem mætti hafi hátíðin farið ágætlega fram. „Það er í raun ekki hátíðin sem slík sem fer fyrir brjóstið á heimamönnum heldur er það framkoma ökumanna á götum bæjarins,“ segir Daníel. „Þeir eru í kappakstri og spyrnu í almennri umferð. Auk þess sem þeir spóla og mynda hávaða á bílunum sínum langt fram eftir nóttu.“ Daníel segir að ólæti og ölvun fylgi öllum hátíðum. Hann telur það miður6 að hátíðin fái slæma umfjöllun vegna þeirra fáu sem eru að skemmta sér á næturnar með tilheyrandi hávaða og þeirra sem haga sér ekki almennilega í umferðinni. „Það er bara þannig að ef fólk setur upp hátíðir þá er þetta gjaldið sem fylgir,“ segir hann. „Það er sama vandamál við allar hátíðir. Það er alltaf lítill hópur sem eyðileggur allt það jákvæða sem hátíðirnar hafa í för með sér.“ linda@frettabladid.is Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
„Miðað við allan þann fjölda sem var saman kominn þykir mér þetta hafa farið vel fram. Þar af leiðandi þykir mér að það megi líka benda á jákvæðu hliðina,“ segir Björgvin Ólafsson, talsmaður Bíladaga. Björgvin er í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar, sem sér um hina árlegu Bíladaga á Akureyri. Hátíðin fór fram um helgina og Björgvin er ósáttur við umfjöllun um hátíðina sem hann segir hafa verið afar neikvæða. Hann gagnrýnir einnig að fótboltaleikur í 1. deild hafi fengið meiri umfjöllun en fjölsóttar bílakeppnir. „Það horfðu um 7.500 manns á götuspyrnuna og um 5.000 manns horfðu á Burn out-keppnina á Akureyrarvelli,“ segir hann. „Þess má geta að rétt áður voru um 200 manns þar á leik KA - Fjölnis. Það er því augljóst að það er mikið gert upp á milli áhugamála í fjölmiðlum.“ Björgvin segir bílaklúbburinn vera að koma sér upp aðstöðu fyrir ofan bæinn. Keppnir í miðbæ Akureyrar heyri því sögunni til. Tíðar fréttir af áfengisneyslu, ólátum og glæfraakstri bárust frá Akureyri um helgina, en Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að lögreglan hafi í raun ekkert nema ágætt að segja um Bíladaga. Miðað við fjöldann sem mætti hafi hátíðin farið ágætlega fram. „Það er í raun ekki hátíðin sem slík sem fer fyrir brjóstið á heimamönnum heldur er það framkoma ökumanna á götum bæjarins,“ segir Daníel. „Þeir eru í kappakstri og spyrnu í almennri umferð. Auk þess sem þeir spóla og mynda hávaða á bílunum sínum langt fram eftir nóttu.“ Daníel segir að ólæti og ölvun fylgi öllum hátíðum. Hann telur það miður6 að hátíðin fái slæma umfjöllun vegna þeirra fáu sem eru að skemmta sér á næturnar með tilheyrandi hávaða og þeirra sem haga sér ekki almennilega í umferðinni. „Það er bara þannig að ef fólk setur upp hátíðir þá er þetta gjaldið sem fylgir,“ segir hann. „Það er sama vandamál við allar hátíðir. Það er alltaf lítill hópur sem eyðileggur allt það jákvæða sem hátíðirnar hafa í för með sér.“ linda@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira