Erlent

Ekkert fararsnið á mótmælendum í Bangkok

MYND/AP

Stjórnarandstæðingar í Tælandi segjast ætla að halda mótmælum undanfarinna daga áfram uns kallað verði til kosninga. Fjórir dagar eru nú liðnir frá því mótmælin hófust og hefur heldur fækkað í hópnum sem taldi um 100 þúsund manns í fyrstu.

Nú eru um 40 manns úti á götum höfuðborgarinnar Bangkok og segja þeir ekkert fararsnið á sér. Mótmælin hafa verið friðsamleg það sem af er en fólkið heldur því fram að núverandi ríkisstjórn sé umboðslaus en hún komst til valda þegar fyrrverandi forsætisráðherra var steypt af stóli árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×