Hvað á ég að kjósa? 22. janúar 2010 06:00 Nanna Þórunn Hauksdóttir skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Eftir 6 vikur mun ég fá að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stórmáli, sem rætt hefur verið mánuðum saman á Alþingi, bæði á nóttu og degi er nú skotið til þjóðarinnar. Ég er að sjálfsögðu tilbúin að nýta minn kosningarétt þegar til þess er boðað. En hvað á ég að kjósa? Hvaða kostir eru í boði? Ég geng út frá því sem gefnu að mér sé boðið upp á að svara „já" eða „nei" um - eins og ljóslega stendur í tilkynningu frá ráðuneyti - "framtíðargildi laga um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands". Tilkynningin í sjálfu sér er ekki beinlínis upplýsandi, en á www.island.is er að finna upplýsingar um Icesave-samninginn eins og hann liggur fyrir í dag, svo má segja að sá hluti landsmanna sem er tölvuvæddur muni geta fundið nauðsynlegar upplýsingar um afleiðingar þess að svara „já". En segi maður „nei", hvað liggur í því svari? Hvernig verður það svar túlkað af stjórnvöldum og stjórnarandstöðu? Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir nei? Það liggur ljóst fyrir að slíkt svar þarf að túlka, og við því þarf að bregðast. Hver verða viðbrögðin? Þetta þarf bæði ég og alþjóð að fá að vita áður en við göngum inn í kjörklefann - ekki eftir að svarið er komið. Þá er of seint fyrir okkur að iðrast. Ég þykist vita að ekki sé auðvelt að svara þessum spurningum fyrirfram, engu síður er það nauðsynlegt að finna svörin áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Það er mikil ábyrgð að ganga að kjörborði og fólk þarf að gera sér góða grein fyrir hvað það er að kjósa, og hverjar afleiðingar verði af að velja annan kostinn frekar en hinn. Sama hvaða pólitísku skoðun maður hefur á málinu, þá er algjörlega nauðsynlegt að fólk sem á að kjósa um tvo kosti viti hvað það er að gera. Hvað gera stjórnvöld í dag til að undirbúa þjóðina undir þessar kosningar? Það eru eingöngu 6 vikur til stefnu. Það liggur á að upplýsa þjóðina um þá valkosti sem eru í boði. Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir „nei"? Ég vona að ráðuneytin séu á fullu við að undirbúa kynningarefni um málið og að það efni komi út til okkar kjósenda sem fyrst. Ef ekki - er þá hægt að verja þá ákvörðun að láta atkvæðagreiðslu fara fram? Án þess að fólk viti um hvað það er að kjósa? Höfundur er lektor við Háskólann í Tromsö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nanna Þórunn Hauksdóttir skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Eftir 6 vikur mun ég fá að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stórmáli, sem rætt hefur verið mánuðum saman á Alþingi, bæði á nóttu og degi er nú skotið til þjóðarinnar. Ég er að sjálfsögðu tilbúin að nýta minn kosningarétt þegar til þess er boðað. En hvað á ég að kjósa? Hvaða kostir eru í boði? Ég geng út frá því sem gefnu að mér sé boðið upp á að svara „já" eða „nei" um - eins og ljóslega stendur í tilkynningu frá ráðuneyti - "framtíðargildi laga um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands". Tilkynningin í sjálfu sér er ekki beinlínis upplýsandi, en á www.island.is er að finna upplýsingar um Icesave-samninginn eins og hann liggur fyrir í dag, svo má segja að sá hluti landsmanna sem er tölvuvæddur muni geta fundið nauðsynlegar upplýsingar um afleiðingar þess að svara „já". En segi maður „nei", hvað liggur í því svari? Hvernig verður það svar túlkað af stjórnvöldum og stjórnarandstöðu? Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir nei? Það liggur ljóst fyrir að slíkt svar þarf að túlka, og við því þarf að bregðast. Hver verða viðbrögðin? Þetta þarf bæði ég og alþjóð að fá að vita áður en við göngum inn í kjörklefann - ekki eftir að svarið er komið. Þá er of seint fyrir okkur að iðrast. Ég þykist vita að ekki sé auðvelt að svara þessum spurningum fyrirfram, engu síður er það nauðsynlegt að finna svörin áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Það er mikil ábyrgð að ganga að kjörborði og fólk þarf að gera sér góða grein fyrir hvað það er að kjósa, og hverjar afleiðingar verði af að velja annan kostinn frekar en hinn. Sama hvaða pólitísku skoðun maður hefur á málinu, þá er algjörlega nauðsynlegt að fólk sem á að kjósa um tvo kosti viti hvað það er að gera. Hvað gera stjórnvöld í dag til að undirbúa þjóðina undir þessar kosningar? Það eru eingöngu 6 vikur til stefnu. Það liggur á að upplýsa þjóðina um þá valkosti sem eru í boði. Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir „nei"? Ég vona að ráðuneytin séu á fullu við að undirbúa kynningarefni um málið og að það efni komi út til okkar kjósenda sem fyrst. Ef ekki - er þá hægt að verja þá ákvörðun að láta atkvæðagreiðslu fara fram? Án þess að fólk viti um hvað það er að kjósa? Höfundur er lektor við Háskólann í Tromsö.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar