Hvað á ég að kjósa? 22. janúar 2010 06:00 Nanna Þórunn Hauksdóttir skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Eftir 6 vikur mun ég fá að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stórmáli, sem rætt hefur verið mánuðum saman á Alþingi, bæði á nóttu og degi er nú skotið til þjóðarinnar. Ég er að sjálfsögðu tilbúin að nýta minn kosningarétt þegar til þess er boðað. En hvað á ég að kjósa? Hvaða kostir eru í boði? Ég geng út frá því sem gefnu að mér sé boðið upp á að svara „já" eða „nei" um - eins og ljóslega stendur í tilkynningu frá ráðuneyti - "framtíðargildi laga um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands". Tilkynningin í sjálfu sér er ekki beinlínis upplýsandi, en á www.island.is er að finna upplýsingar um Icesave-samninginn eins og hann liggur fyrir í dag, svo má segja að sá hluti landsmanna sem er tölvuvæddur muni geta fundið nauðsynlegar upplýsingar um afleiðingar þess að svara „já". En segi maður „nei", hvað liggur í því svari? Hvernig verður það svar túlkað af stjórnvöldum og stjórnarandstöðu? Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir nei? Það liggur ljóst fyrir að slíkt svar þarf að túlka, og við því þarf að bregðast. Hver verða viðbrögðin? Þetta þarf bæði ég og alþjóð að fá að vita áður en við göngum inn í kjörklefann - ekki eftir að svarið er komið. Þá er of seint fyrir okkur að iðrast. Ég þykist vita að ekki sé auðvelt að svara þessum spurningum fyrirfram, engu síður er það nauðsynlegt að finna svörin áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Það er mikil ábyrgð að ganga að kjörborði og fólk þarf að gera sér góða grein fyrir hvað það er að kjósa, og hverjar afleiðingar verði af að velja annan kostinn frekar en hinn. Sama hvaða pólitísku skoðun maður hefur á málinu, þá er algjörlega nauðsynlegt að fólk sem á að kjósa um tvo kosti viti hvað það er að gera. Hvað gera stjórnvöld í dag til að undirbúa þjóðina undir þessar kosningar? Það eru eingöngu 6 vikur til stefnu. Það liggur á að upplýsa þjóðina um þá valkosti sem eru í boði. Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir „nei"? Ég vona að ráðuneytin séu á fullu við að undirbúa kynningarefni um málið og að það efni komi út til okkar kjósenda sem fyrst. Ef ekki - er þá hægt að verja þá ákvörðun að láta atkvæðagreiðslu fara fram? Án þess að fólk viti um hvað það er að kjósa? Höfundur er lektor við Háskólann í Tromsö. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Nanna Þórunn Hauksdóttir skrifar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Eftir 6 vikur mun ég fá að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stórmáli, sem rætt hefur verið mánuðum saman á Alþingi, bæði á nóttu og degi er nú skotið til þjóðarinnar. Ég er að sjálfsögðu tilbúin að nýta minn kosningarétt þegar til þess er boðað. En hvað á ég að kjósa? Hvaða kostir eru í boði? Ég geng út frá því sem gefnu að mér sé boðið upp á að svara „já" eða „nei" um - eins og ljóslega stendur í tilkynningu frá ráðuneyti - "framtíðargildi laga um heimild til handa fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands". Tilkynningin í sjálfu sér er ekki beinlínis upplýsandi, en á www.island.is er að finna upplýsingar um Icesave-samninginn eins og hann liggur fyrir í dag, svo má segja að sá hluti landsmanna sem er tölvuvæddur muni geta fundið nauðsynlegar upplýsingar um afleiðingar þess að svara „já". En segi maður „nei", hvað liggur í því svari? Hvernig verður það svar túlkað af stjórnvöldum og stjórnarandstöðu? Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir nei? Það liggur ljóst fyrir að slíkt svar þarf að túlka, og við því þarf að bregðast. Hver verða viðbrögðin? Þetta þarf bæði ég og alþjóð að fá að vita áður en við göngum inn í kjörklefann - ekki eftir að svarið er komið. Þá er of seint fyrir okkur að iðrast. Ég þykist vita að ekki sé auðvelt að svara þessum spurningum fyrirfram, engu síður er það nauðsynlegt að finna svörin áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Það er mikil ábyrgð að ganga að kjörborði og fólk þarf að gera sér góða grein fyrir hvað það er að kjósa, og hverjar afleiðingar verði af að velja annan kostinn frekar en hinn. Sama hvaða pólitísku skoðun maður hefur á málinu, þá er algjörlega nauðsynlegt að fólk sem á að kjósa um tvo kosti viti hvað það er að gera. Hvað gera stjórnvöld í dag til að undirbúa þjóðina undir þessar kosningar? Það eru eingöngu 6 vikur til stefnu. Það liggur á að upplýsa þjóðina um þá valkosti sem eru í boði. Hverjar verða afleiðingar ef meirihluti segir „nei"? Ég vona að ráðuneytin séu á fullu við að undirbúa kynningarefni um málið og að það efni komi út til okkar kjósenda sem fyrst. Ef ekki - er þá hægt að verja þá ákvörðun að láta atkvæðagreiðslu fara fram? Án þess að fólk viti um hvað það er að kjósa? Höfundur er lektor við Háskólann í Tromsö.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar