Erlent

Utanríkisráðherra Hitlers vildi setjast að á Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Joachim von Ribbentrop, sem er lengst til vinstri, vildi setjast að í Bretlandi. Mynd/ afp.
Joachim von Ribbentrop, sem er lengst til vinstri, vildi setjast að í Bretlandi. Mynd/ afp.
Joachim von Ribbentrop, sem var utanríkisráðherra í nasistastjórn Adolfs Hitlers í Þýskalandi, hafði fyrirætlanir um að setjast í helgan stein í Bretlandi eftir innrás Þjóðverja í landið. Þetta fullyrðir rithöfundurinn Andrew Lanyon sem hefur rannsakað Seinni heimsstyrjöldina um þriggja ára skeið, að því er fram kemur á vef Telegraph.

Rithöfundurinn fullyrðir að Ribbentrop hafi verið hugfanginn af sýslunni Cornwall í suðvesturhluta Bretlands og komið þangað reglulega. Lanyon segir að Ribbentrop hafi ætlað að setjast að í sýslunni og reisa sér heimili þar eftir innrásina.

Hins vegar varð ekkert af innrás Þjóðverja í Bretland og ekkert varð úr því að Ribbentrop settist að á draumastaðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×