Erlent

Þegi þú Norðmaður

Óli Tynes skrifar
Erik Solheim og Grain Malunga þróunarráðherra Malawi.
Erik Solheim og Grain Malunga þróunarráðherra Malawi. Mynd/Norska utanríkisráðuneytið

Fjölmiðlar í Afríkuríkinu Malawi eru foxillir út í Erik Solheim þróunarráðherra Noregs fyrir að vekja máls á ofsóknum gegn samkynhneigðum í landinu.

Noregur veitir Malawi mikla þróunaraðstoð og Solheim var þar í heimsókn. Hann tók upp mál homma og lesbía við þarlendan starfsbróður sinn.

Tilefnið var að tveir karlmenn hafa verið handteknir í Malawi grunaðir um að hafa ætlað að gifta sig. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsi.

Fjölmiðlar í Malawi umturnuðust við aðfinnslur norska ráðherrans. Þeir sögðu að Malawi reyndi ekki að þvinga sín gildi upp á Norðmenn og Norðmenn skyldu bara láta Malawi í friði.

Því var bætt við að samkynhneigð væri andstyggð bæði lagalega, menningarlega, siðferðilega og trúarlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×