Gott að vera öryrki Bergvin Oddsson skrifar 30. desember 2010 10:22 Á Íslandi eru um 14.000 einstaklingar sem þiggja örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég er einn af þeim, sökum blindu minnar er ég 75% öryrki. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að það er að mínu mati miklu hagstæðara að þiggja örorkulífeyri, með þeim hlunnindum sem því fylgja, en að vera úti á vinnumarkaðnum. Fyrst langar mig að nefna að ekkert tillit er tekið til einstaklingsins þegar örorkumat er metið. Allir sem eru blindir, heyrnarlausir, lamaðir, geðsjúkir eða eru með nægilega mikla þroskaskerðingu fá nákvæmlega sömu greiðslurnar frá Tryggingastofnun burtséð frá aldri, fjölda barna, hvort viðkomandi búi einn og hvort viðkomandi hafi einhverja atvinnu. Gagnvart minni fötlun er eitt að vera blindur og annað að vera mjög blindur. Tveir blindir einstaklingar hafa mjög mismunandi starfsorku, starfskunnáttu og eru með mismunandi menntun. Það er óréttlátt að sömu tveir einstaklingarnir með sömu fötlunina fái sömu greiðsluna óháð getu og reynslu. En af hverju skyldu öryrkjar hafa það svona gott, þegar litið er til venjulega launþegans í frystihúsinu, á leikskólanum og við búðarkassann? Kemur í ljós að öryrkinn hefur hærri tekjur og að auki mun fleiri hlunnindi sem aðrir launþegar fá ekki. Öryrkinn fær 28.000 kr. í heimilisuppbót ef hann býr einn. Hann fær rúmlega 18.000 kr. í barnalífeyri með hverju barni. Öryrkinn getur fengið á bilinu 300 til 1.200 þúsund krónur í bílastyrk. Sá hinn sami fær 100.000 þúsund kr. í frítekjumark ef hann er á almennum atvinnumarkaði. Ég er ekki hættur að telja upp hlunnindi öryrkja, því þeir greiða minna fyrir heilbrigðisþjónustuna og fá alltaf frítt í strætó og í sund. Rúsínan í pylsuendanum er svo að öryrkjar þurfa ekki að greiða meðlagsgreiðslur því Tryggingastofnun greiðir meðlagsgreiðslur handa fyrrverandi barnsmóður eða föður öryrkjans. Að auki greiða öryrkjar innan við 1.000 kr. í bifreiðagjöld. Með þessum skrifum er ég alls ekki að segja að öryrkjar lifi kóngalífi, heldur er ég að endurspegla raunveruleikann, þegar laun og kjör öryrkja annars vegar eru skoðuð og svo laun og hlunnindi almenna launþegans hins vegar. Það sést hér að nú þarf að lyfta grettistaki í launakjörum láglaunafólksins og ekki síst millitekjufólksins. Ég skora á alla sem koma að samningagerð launþeganna að hækka umtalsvert laun lágtekjufólksins og þeirra sem hafa laun undir 300.000 kr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru um 14.000 einstaklingar sem þiggja örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég er einn af þeim, sökum blindu minnar er ég 75% öryrki. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er sú að það er að mínu mati miklu hagstæðara að þiggja örorkulífeyri, með þeim hlunnindum sem því fylgja, en að vera úti á vinnumarkaðnum. Fyrst langar mig að nefna að ekkert tillit er tekið til einstaklingsins þegar örorkumat er metið. Allir sem eru blindir, heyrnarlausir, lamaðir, geðsjúkir eða eru með nægilega mikla þroskaskerðingu fá nákvæmlega sömu greiðslurnar frá Tryggingastofnun burtséð frá aldri, fjölda barna, hvort viðkomandi búi einn og hvort viðkomandi hafi einhverja atvinnu. Gagnvart minni fötlun er eitt að vera blindur og annað að vera mjög blindur. Tveir blindir einstaklingar hafa mjög mismunandi starfsorku, starfskunnáttu og eru með mismunandi menntun. Það er óréttlátt að sömu tveir einstaklingarnir með sömu fötlunina fái sömu greiðsluna óháð getu og reynslu. En af hverju skyldu öryrkjar hafa það svona gott, þegar litið er til venjulega launþegans í frystihúsinu, á leikskólanum og við búðarkassann? Kemur í ljós að öryrkinn hefur hærri tekjur og að auki mun fleiri hlunnindi sem aðrir launþegar fá ekki. Öryrkinn fær 28.000 kr. í heimilisuppbót ef hann býr einn. Hann fær rúmlega 18.000 kr. í barnalífeyri með hverju barni. Öryrkinn getur fengið á bilinu 300 til 1.200 þúsund krónur í bílastyrk. Sá hinn sami fær 100.000 þúsund kr. í frítekjumark ef hann er á almennum atvinnumarkaði. Ég er ekki hættur að telja upp hlunnindi öryrkja, því þeir greiða minna fyrir heilbrigðisþjónustuna og fá alltaf frítt í strætó og í sund. Rúsínan í pylsuendanum er svo að öryrkjar þurfa ekki að greiða meðlagsgreiðslur því Tryggingastofnun greiðir meðlagsgreiðslur handa fyrrverandi barnsmóður eða föður öryrkjans. Að auki greiða öryrkjar innan við 1.000 kr. í bifreiðagjöld. Með þessum skrifum er ég alls ekki að segja að öryrkjar lifi kóngalífi, heldur er ég að endurspegla raunveruleikann, þegar laun og kjör öryrkja annars vegar eru skoðuð og svo laun og hlunnindi almenna launþegans hins vegar. Það sést hér að nú þarf að lyfta grettistaki í launakjörum láglaunafólksins og ekki síst millitekjufólksins. Ég skora á alla sem koma að samningagerð launþeganna að hækka umtalsvert laun lágtekjufólksins og þeirra sem hafa laun undir 300.000 kr.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar