– og hvað svo ... Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2010 11:44 Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun