Auðkýfingaeinelti á Búðum 15. júlí 2010 09:15 Upplifðu mjög sérstaka stemningu þegar þau spiluðu fyrir auðkýfingana í góðærinu. „Okkur vorur boðnar mjög háar upphæðir frá auðkýfingunum fyrir aukalög þegar böllin voru að klárast. Það var ekki verið að bjóða neina 2.000 krónu seðla heldur fleiri tugi þúsunda," segir Franz Gunnarsson, gítarleikari Búðarbandsins, Ensími og fleiri hljómsveita. Búðarbandið kemur saman á ný um þar næstu helgi, en Franz er í hljómsveitinni ásamt Þórdísi Claessen og Bryndísi Ásmundsdóttir leikkonu. Hljómsveitin dregur nafn sitt af Hótel Búðum, enda var hún um tíma nokkurs konar húsband hótelsins. Á tíma góðærisins komu auðkýfingar mikið saman á Hótel Búðum og urðu meðlimir bandsins oft vitni að þeim leikskólaleik sem auðkýfingarnir voru í. „Auðkýfingarnir mættu á heilu bílflotunum af glænýjum, svörtum, Mercedes Benz jeppum og jafnvel snekkjum og þyrlum þessa stuttu leið úr Reykjavík," segir Franz. „Eitt sinn urðum við vitni að því að einn þeirra mætti á um það bil ársgömlum Benz. Þegar hann kom inn varð hann fyrir þvílíku einelti frá hinum fyrir að vera á gömlum bíl. Maðurinn reyndi að afsaka sig með því að hann væri að bíða eftir nýjum, en var hálf púaður út í horn fyrir gamla bílinn sinn," segir Franz þegar hann rifjar upp ruglið sem fylgdi góðærinu. Liðin eru hátt í tvö ár frá því að bandið spilaði síðast saman. Þórdís er í námi í New York og Bryndís býr á Akureyri en þau ætla að nota tækifærið nú seinna í júlí þegar þau verða öll á sama stað og gleðja aðdáendur sína. Það verða tvennir tónleikar, 23. og 24. júlí á Prikinu. „Við vorum farin að minnka spilamennskuna á Hótel Búðum. Stemningin sem fylgdi þessu var bara ekki sú sama og á gamla hótelinu og við vorum farin að spila meira hér í bænum. Þetta hefur svo legið niðri síðan við fórum öll í sitthvora áttina en nú er kominn tími til að koma aðeins saman aftur," segir Franz. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
„Okkur vorur boðnar mjög háar upphæðir frá auðkýfingunum fyrir aukalög þegar böllin voru að klárast. Það var ekki verið að bjóða neina 2.000 krónu seðla heldur fleiri tugi þúsunda," segir Franz Gunnarsson, gítarleikari Búðarbandsins, Ensími og fleiri hljómsveita. Búðarbandið kemur saman á ný um þar næstu helgi, en Franz er í hljómsveitinni ásamt Þórdísi Claessen og Bryndísi Ásmundsdóttir leikkonu. Hljómsveitin dregur nafn sitt af Hótel Búðum, enda var hún um tíma nokkurs konar húsband hótelsins. Á tíma góðærisins komu auðkýfingar mikið saman á Hótel Búðum og urðu meðlimir bandsins oft vitni að þeim leikskólaleik sem auðkýfingarnir voru í. „Auðkýfingarnir mættu á heilu bílflotunum af glænýjum, svörtum, Mercedes Benz jeppum og jafnvel snekkjum og þyrlum þessa stuttu leið úr Reykjavík," segir Franz. „Eitt sinn urðum við vitni að því að einn þeirra mætti á um það bil ársgömlum Benz. Þegar hann kom inn varð hann fyrir þvílíku einelti frá hinum fyrir að vera á gömlum bíl. Maðurinn reyndi að afsaka sig með því að hann væri að bíða eftir nýjum, en var hálf púaður út í horn fyrir gamla bílinn sinn," segir Franz þegar hann rifjar upp ruglið sem fylgdi góðærinu. Liðin eru hátt í tvö ár frá því að bandið spilaði síðast saman. Þórdís er í námi í New York og Bryndís býr á Akureyri en þau ætla að nota tækifærið nú seinna í júlí þegar þau verða öll á sama stað og gleðja aðdáendur sína. Það verða tvennir tónleikar, 23. og 24. júlí á Prikinu. „Við vorum farin að minnka spilamennskuna á Hótel Búðum. Stemningin sem fylgdi þessu var bara ekki sú sama og á gamla hótelinu og við vorum farin að spila meira hér í bænum. Þetta hefur svo legið niðri síðan við fórum öll í sitthvora áttina en nú er kominn tími til að koma aðeins saman aftur," segir Franz.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira