Erlent

Ísraelar viðurkenna fosfórsprengjur

Óli Tynes skrifar
Stór hluti Gaza var í rúst eftir innrás Ísraela.
Stór hluti Gaza var í rúst eftir innrás Ísraela. Mynd/AP

Ísraelar hafa viðurkennt að tveir hátt settir herforingjar hafi látið skjóta fosfórsprengjum úr fallbyssum í innrásinni á Gaza ströndina á síðastu ári.

Samkvæmt alþjóðalögum er bannað að nota slíkar sprengjur í þéttbýli. Ísraelar hafa jafnan neitað ásökunum um að þetta hafi verið gert.

Nú hefur verið viðurkennt að á síðustu dögum innrásarinnar hafi fosfórsprengjum verið skotið á birgðastöð hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza.

Í játningu stjórnvalda nú kemur fram að herforingjunum hafi verið refsað, en ekki getið um í hverju refsingin fólst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×