Erlent

Sprengingin ekki hryðjuverk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill viðbúnaður var í dag vegna sprengingarinnar.
Mikill viðbúnaður var í dag vegna sprengingarinnar.
Nú er talið að ekki hafi verið um tilraun til hryðjuverks að ræða þegar að sprengja sprakk á hóteli í Kaupmannahöfn í dag.

Fram kemur á fréttavef Berlingske Tidende að upplýst hafi verið um það að sprengiefni hafi ekki fundist á manninum sem lá særður í Ørstedsparken í Kaupmannahöfn í dag.

Dómsmálaráðuneytið segir að ólíklegt sé að um verknað af hálfu heittrúaðra islamista hafi verið að ræða. Ólíklegt sé að atvikið geti flokkast undir hryðjuverk. Hins vegar sé líklegt að annarskonar refsiverður verknaður hafi leitt til þess að sprengjan sprakk.

Eins og fram kom á Vísi í dag sprakk sprengjan á salerni á Hotel Jörgensen í Kaupmannahöfn. Maðurinn fannst svo í Ørstedsparken með breitt belti um sig miðjan og var á tíma óttast að í beltinu væri sprengiefni. Svo reyndist ekki vera þegar betur var að gáð.






Tengdar fréttir

Önnur sprenging í Kaupmannahöfn

Danskir fjölmiðlar segja að fyrir stundu hafi heyrst sprenging í Örstedsparket í Kaupmannahöfn þar sem lögreglan situr um mann sem talinn er hafa ætlað að gera sjálfsmorðssprengjuárás í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×