Skoðun

Allt nema koma nakin fram

Lára Óskarsdóttir skrifar

„Ég ætla ekki að kjósa þá sem auglýsa". „Ég ætla ekki að kjósa þá sem eru með þjóðkirkjunni". „Ég ætla ekki að kjósa þá sem..." „Hvernig á ég að velja 25 út úr menginu"? „Hvernig á ég að vita hvað hver frambjóðandi stendur fyrir"? Vangaveltur eins og þessar hringsnúast í höfðinu á þjóðinni þessa dagana. Eðlilega, því við sem erum í framboði til Stjórnlagaþings erum yfir 500. Til að mynda sér skoðun þyrfti hver og einn kjósandi að fara inn á allar upptökur RUV af viðtölum við frambjóðendur, inn á kosning.is og svipan.is.

Slá inn dv.is, visi.is, mbl.is og lesa allar greinar á öllum netmiðlum sem fyrirfinnast um málið. Fara yfir kynningabækling Dómsmálaráðuneytisins og smella síðan á síður frambjóðenda sem viðkomandi vil kanna nánar. Þetta tekur tíma. Því verðum við sem erum í framboði „að slá í gegn" eins og Stuðmenn kyrjuðu hér um árið.

Kosningabaráttan hefur verið málefnaleg og flestir frambjóðendur leitað ódýrra leiða til að slá í gegn. Á laugardaginn þurfum við ekki að kjósa nema einn þó megi kjósa 25. Gangi þér vel kjósandi góður að velja þína fulltrúa eða þinn fulltrúa á Stjórnlagaþing.








Skoðun

Sjá meira


×