Handbolti

Hamburg með fimm stiga forystu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson.

Hamburg er á toppnum í þýska handboltanum, með fimm stiga forskot á Alfreð Gíslason og lærisveina í Kiel sem eiga tvo leiki til góða.

Hamburg vann nauman sigur á Lemgo í kvöld 32-31 eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik. Vignir Svavarsson skoraði ekkert fyrir Lemgo og Logi Geirsson var ekki í leikmannahópnum.

TuS N-Lübbecke tapaði 34-36 fyrir Göppingen í dag. Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir TuS N-Lübbecke. Balingen vann Minden 29-21. Gylfi Gylfason skoraði fimm mörk fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×