Áskorun til metnaðarfullra nýsköpunarfyrirtækja Þórður Friðjónsson skrifar 1. október 2010 06:00 Það var fagnaðarefni þegar ný lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki voru samþykkt á árinu 2009. Kauphöllin studdi þessa ráðstöfun af heilum hug og vonast eindregið til að hún verði umræddum fyrirtækjum til framdráttar. Stuðningurinn, sem fólginn er í skattfrádrætti samkvæmt ákveðnum reglum, getur verið umtalsverður. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stuðningur af þessu tagi veitir tilteknum fyrirtækjum ákveðin forréttindi - eins og markmiðið er að sjálfsögðu að hann geri. En brýnt er að vel sé farið með þau forréttindi. Vandi fylgir vegsemd hverri. Við útfærslu reglugerðar um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (2. júlí 2010) er hins vegar ekki tryggt það ákvæði í lögunum sem felur í sér fjárfestavernd fyrir þá sem nýta sér skattfrádráttinn. Fyrirtæki sem afla sér fjármagns hjá almenningi eiga að verðlauna fjárfestana með því að veita þeim fullnægjandi upplýsingar og vernd gegn misnotkun innherjaupplýsinga. Það verður að teljast hæpið að hvetja almenning til að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki þurfa lögum og reglum samkvæmt að gefa lágmarksupplýsingar til verndar fjárfestum. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar allar verðmótandi upplýsingar og hins vegar fjárhagslegar upplýsingar með reglubundnum hætti og tímanlega. Eins og lögin eru útfærð í reglugerð er þetta ekki tryggt. Fjármálaráðuneytið hefur endurskoðun reglugerðarinnar undir höndum og er brýnt að greitt verði úr framangreindum agnúum til verndar fjárfestum. En fyrirtæki geta sjálf gengið skrefinu lengra og þannig greint sig frá fjöldanum, lagt áherslu á gæði sín. Skref í þá átt er að veita upplýsingar um allt sem verðmótandi getur talist og gera slíka upplýsingagjöf háða eftirliti þriðja aðila. Slík upplýsingagjöf er algjörlega nauðsynleg en fjárfestar ættu þó að hafa í huga að ef félög eru ekki skráð á markað þá falla viðskipti með hlutabréfin ekki undir lög um verðbréfaviðskipti (vvl). M.ö.o. ákvæði laga um innherjaviðskipti og innherjaupplýsingar eiga ekki við. Hvorki eftirliti FME né viðurlögum vvl er fyrir að fara. Til að varpa ljósi á mikilvægi þessa má nefna tvö dæmi um háttsemi sem er refsiverð ef fyrirtæki er á markaði, en annars utan gildissviðs vvl og eftirlits FME. 1) Innherji hefur upplýsingar um rekstur félags sem kemur til með að auka verðmæti þess verulega. Hann kaupir bréf af almenningi áður en tíðindin spyrjast og almenningur verður þar með af hagnaðinum. 2) Innherji hefur upplýsingar um rekstur félags svo ljóst er að ævintýrið er búið. Hann selur almenningi bréf sín og almenningur situr uppi með tapið. Þegar Rannís samþykkir félög sem gjaldgeng til skattaafsláttar, þá á samkvæmt lögum að felast í því staðfesting á að upplýsingagjöf til fjárfesta sé tryggð í þeim tilgangi að vernda fjárfesta (ásamt fleiru). Stenst þetta? Hver hefur eftirlit með upplýsingagjöfinni og hver verður dreginn til ábyrgðar ef eitthvað misferst? Með víðtækri þátttöku almennings í fjárfestingum í óskráðum hlutabréfum er einfaldlega verið að endurvekja „gráa markaðinn" sem hér lifði góðu lífi um sl. aldamót. Það væri miður ef hinum mikla velvilja og meðbyr sem nýsköpunarfyrirtækin njóta yrði fórnað á altari „gráa markaðarins". Þeir sem beita sér fyrir takmarkaðri upplýsingaskyldu félaga sem þiggja fé almennings sýna mikla skammsýni sem skaða mun þau félög sem ætlunin er að hjálpa. Þetta er misráðinn greiði. Nýsköpunarfyrirtæki þurfa að njóta velvilja fjárfesta í uppbyggingarfasa sem tekur oft langan tíma. Það sem er verra er að það þurfa bara fá félög að misnota forréttindin til að skemma fyrir öllum hinum fyrirtækjunum. Vörn góðra félaga fyrir því að skaðast af svörtu sauðunum er skráning á markað. Hún tryggir upplýsingagjöf til fjárfesta og að viðskipti eigi sér stað eftir settum reglum, hvoru tveggja undir eftirliti. Þannig greina góðu félögin sig frá fjöldanum og leggja áherslu á að þau eru traustsins verð. Upplýsingagjöf til fjárfesta er ekkert sem þau hræðast. Fyrirtæki geta sniðið sér stakk eftir vexti þegar kemur að skráningu. T.a.m. er kostnaður við skráningu á First North markaðinn lítill og fari nokkur fyrirtæki á svipuðum tíma á markað er líklegt að þau geti lækkað kostnaðinn enn frekar með samkomulagi við þá sem að skráningu koma. Hér er því skorað á metnaðarfull nýsköpunarfyrirtæki sem hyggjast afla sér fjár hjá almenningi að tryggja honum nauðsynlega vernd og þar með veita honum raunhæf tækifæri til að nýta sér skattafslátt stjórnvalda til fjárhagslegs ábata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Það var fagnaðarefni þegar ný lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki voru samþykkt á árinu 2009. Kauphöllin studdi þessa ráðstöfun af heilum hug og vonast eindregið til að hún verði umræddum fyrirtækjum til framdráttar. Stuðningurinn, sem fólginn er í skattfrádrætti samkvæmt ákveðnum reglum, getur verið umtalsverður. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að stuðningur af þessu tagi veitir tilteknum fyrirtækjum ákveðin forréttindi - eins og markmiðið er að sjálfsögðu að hann geri. En brýnt er að vel sé farið með þau forréttindi. Vandi fylgir vegsemd hverri. Við útfærslu reglugerðar um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (2. júlí 2010) er hins vegar ekki tryggt það ákvæði í lögunum sem felur í sér fjárfestavernd fyrir þá sem nýta sér skattfrádráttinn. Fyrirtæki sem afla sér fjármagns hjá almenningi eiga að verðlauna fjárfestana með því að veita þeim fullnægjandi upplýsingar og vernd gegn misnotkun innherjaupplýsinga. Það verður að teljast hæpið að hvetja almenning til að fjárfesta í fyrirtækjum sem ekki þurfa lögum og reglum samkvæmt að gefa lágmarksupplýsingar til verndar fjárfestum. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar allar verðmótandi upplýsingar og hins vegar fjárhagslegar upplýsingar með reglubundnum hætti og tímanlega. Eins og lögin eru útfærð í reglugerð er þetta ekki tryggt. Fjármálaráðuneytið hefur endurskoðun reglugerðarinnar undir höndum og er brýnt að greitt verði úr framangreindum agnúum til verndar fjárfestum. En fyrirtæki geta sjálf gengið skrefinu lengra og þannig greint sig frá fjöldanum, lagt áherslu á gæði sín. Skref í þá átt er að veita upplýsingar um allt sem verðmótandi getur talist og gera slíka upplýsingagjöf háða eftirliti þriðja aðila. Slík upplýsingagjöf er algjörlega nauðsynleg en fjárfestar ættu þó að hafa í huga að ef félög eru ekki skráð á markað þá falla viðskipti með hlutabréfin ekki undir lög um verðbréfaviðskipti (vvl). M.ö.o. ákvæði laga um innherjaviðskipti og innherjaupplýsingar eiga ekki við. Hvorki eftirliti FME né viðurlögum vvl er fyrir að fara. Til að varpa ljósi á mikilvægi þessa má nefna tvö dæmi um háttsemi sem er refsiverð ef fyrirtæki er á markaði, en annars utan gildissviðs vvl og eftirlits FME. 1) Innherji hefur upplýsingar um rekstur félags sem kemur til með að auka verðmæti þess verulega. Hann kaupir bréf af almenningi áður en tíðindin spyrjast og almenningur verður þar með af hagnaðinum. 2) Innherji hefur upplýsingar um rekstur félags svo ljóst er að ævintýrið er búið. Hann selur almenningi bréf sín og almenningur situr uppi með tapið. Þegar Rannís samþykkir félög sem gjaldgeng til skattaafsláttar, þá á samkvæmt lögum að felast í því staðfesting á að upplýsingagjöf til fjárfesta sé tryggð í þeim tilgangi að vernda fjárfesta (ásamt fleiru). Stenst þetta? Hver hefur eftirlit með upplýsingagjöfinni og hver verður dreginn til ábyrgðar ef eitthvað misferst? Með víðtækri þátttöku almennings í fjárfestingum í óskráðum hlutabréfum er einfaldlega verið að endurvekja „gráa markaðinn" sem hér lifði góðu lífi um sl. aldamót. Það væri miður ef hinum mikla velvilja og meðbyr sem nýsköpunarfyrirtækin njóta yrði fórnað á altari „gráa markaðarins". Þeir sem beita sér fyrir takmarkaðri upplýsingaskyldu félaga sem þiggja fé almennings sýna mikla skammsýni sem skaða mun þau félög sem ætlunin er að hjálpa. Þetta er misráðinn greiði. Nýsköpunarfyrirtæki þurfa að njóta velvilja fjárfesta í uppbyggingarfasa sem tekur oft langan tíma. Það sem er verra er að það þurfa bara fá félög að misnota forréttindin til að skemma fyrir öllum hinum fyrirtækjunum. Vörn góðra félaga fyrir því að skaðast af svörtu sauðunum er skráning á markað. Hún tryggir upplýsingagjöf til fjárfesta og að viðskipti eigi sér stað eftir settum reglum, hvoru tveggja undir eftirliti. Þannig greina góðu félögin sig frá fjöldanum og leggja áherslu á að þau eru traustsins verð. Upplýsingagjöf til fjárfesta er ekkert sem þau hræðast. Fyrirtæki geta sniðið sér stakk eftir vexti þegar kemur að skráningu. T.a.m. er kostnaður við skráningu á First North markaðinn lítill og fari nokkur fyrirtæki á svipuðum tíma á markað er líklegt að þau geti lækkað kostnaðinn enn frekar með samkomulagi við þá sem að skráningu koma. Hér er því skorað á metnaðarfull nýsköpunarfyrirtæki sem hyggjast afla sér fjár hjá almenningi að tryggja honum nauðsynlega vernd og þar með veita honum raunhæf tækifæri til að nýta sér skattafslátt stjórnvalda til fjárhagslegs ábata.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun