Handbolti

Róbert og félagar í Gummersbach burstuðu toppliðið á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson. Mynd/DIENER

Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach unnu í kvöld óvæntan átta marka stórsigur á toppliði HSV Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og það á útivelli. Róbert lék vel í leiknum og skoraði fjögur mörk í 39-31 sigri.

Gummersbach-liðið hefur verið á góðu skriði að undanförnu en liðið vann einnig meistarana í Kiel í bikarnum á dögunum og hefur síðan verið að gera mjög góða hluti í Evrópukeppninni.

Þetta var fyrsta tap HSV Hamburg-liðsins á þessu ári en liðið er enn með þriggja stiga forskot á Alfreð Gíslason og lærisveina hans í Kiel. Gummersbach er nú í sjötta til áttunda sæti ásamt Rhein-Neckar Löwen og TV Grosswallstadt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×