Handbolti

Kiel mætir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Aron í leik með Kiel.
Aron í leik með Kiel. GettyImages
Aron Pálmarsson gulltryggði Kiel sigur á Ciudad Real í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, en leiknum var að ljúka. Kiel vann 29-27. Leikurinn var frábær skemmtun og æsispennandi allan tímann. Ciudad var yfir lengi vel en Kiel náði forystunni í seinni hálfleik. Þegar tæp mínúta var eftir gat Ciudad jafnað en Thierry Omeyer varði þá frábærlega úr horninu. Kiel tók leikhlé og fór í sókn, hélt boltanum vel og Aron skoraði svo á lokasekúndunni, sitt eina mark í leiknum. Kiel mætir Barcelona í úrslitaleiknum á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×