Lífið

Íslenskt lag um HM í fótbolta

Eiríkur er forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið.fréttablaðið/anton
Eiríkur er forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið.fréttablaðið/anton

„Þetta er ekki bara fótbolti, þetta er andrúmsloftið. HM er eitthvað sem sameinar fólk og á sér engin landamæri,“ segir Eiríkur Einarsson, forsprakki HM-boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið.

„Við vorum fjórir sem tókum okkur til og skelltum okkur í stúdíó. Við bara urðum að gera þetta til að fá smá útrás,“ segir Eiríkur, sem samdi bæði lag og texta. Laginu, sem nefnist HM-fjörið, hefur verið dreift á útvarpsstöðvar, sjónvarpsstöðvar, sportbari og á Netið, þar sem það fæst sem frítt niðurhal. Keppnin sjálf hefur göngu sína 11. júní næstkomandi.

Eiríkur gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrir síðustu jól, Ég er með hugmynd, og er einnig ritstjóri HM-blaðsins. Sannarlega góð blanda ef menn ætla að semja eitt stykki HM-lag. „Ég smitaðist "82 þegar það var loksins farið að sýna HM almennilega á Rúv. Ég tala nú ekki um "86, þá var maður alveg orðinn forfallinn,“ segir Eiríkur, sem flaug til Danmerkur og horfði á keppnina þar til að fá stemninguna beint í æð. Fjórum árum síðar bætti hann um betur og flaug til Ítalíu og sá þar nokkra leiki. Uppáhaldsliðið hans er Brasilía og býst hann við skemmtilegri keppni í ár. „Mér líst rosalega vel á þetta. Ég held að þetta verði óvenju spennandi. Það eru svo mörg lið sem koma til greina. Við getum talið sex til sjö lið og þá erum við ekki með spútnik-liðin inni í því. Núna getur allt gerst.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.