Lífið

Ellen Kristjáns fékk öskuna í hálsinn

Ellen lofaði að bæta aðdáendum sínum upp tónleikana seinna.
Ellen lofaði að bæta aðdáendum sínum upp tónleikana seinna.

Blúshátíðin Norden Blues Festival var haldin í Rangárvallasýslu um hvítasunnuhelgina og tókst hún með stakri prýði.

Öskufall úr Eyjafjallajökli sem gekk yfir svæðið á laugardeginum hafði þó sín áhrif, fyrst á stóra grillveislu sem var haldin fyrir tónlistarmennina og síðan á tónleika systkinanna KK og Ellenar. Þau stigu á svið á tvennum kirkjutónleikum á sunnudeginum en Ellen gat því miður lítið látið að sér kveða.

Fíngerð askan fór illa í rödd söngkonunnar, fjölmörgum aðdáendum hennar til sárra vonbrigða, og lofaði hún að bæta þeim þetta upp síðar. KK hélt þó sínu striki og kláraði tónleikana eins og honum einum er lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.