Svanhildur Hólm: Daglegt líf í Reykjavík 26. maí 2010 14:47 Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman. Við erum ánægð með margt. Dagurinn byrjar á leikskólanum, sem er frábær. Þar nýtur dóttir okkar þjónustu, sem ég er sannfærð um að er á heimsmælikvarða. Þetta er leikskóli sem býður mikinn stöðugleika, sama starfsfólkið ár eftir ár, auk nýrra andlita öðru hverju sem hafa verið ánægjuleg viðbót við góðan hóp. Samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki haft áhrif á þjónustu leikskólans við okkur, þótt einhverju hafi orðið að hnika til. Það hefur ekki heldur minnkað ánægju okkar með leikskólann, því þótt leikskólastjórinn hafi orðið að spara eitthvað, er það svo skynsamlega gert að maður getur ekki annað en dáðst að því. Skólar eldri barna okkar eru líka góðir. Þar leggur fólk sig fram um að mæta mismunandi þörfum nemendanna, veitir þeim stuðning ef á þarf að halda og tækifæri til að gera meira og betur þegar það á við. Það eru ekki allir steyptir í sama mót og ég kann að meta hversu vel kennarar og annað starfslið hlúir að börnunum okkar. Það er veganesti sem verður varla metið til fjár. Og fyrst talað er um nesti, eða öllu heldur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því: Það er gott að vita til þess að börnin geti fengið staðgóða máltíð í skólanum fyrir einungis 5000 krónur á mánuði. Þessi upphæð hefur ekki verið hækkuð þrátt fyrir að öll aðföng hafi hækkað í verði síðustu misseri. Það er líka mikils virði að sjá umhverfi okkar vel sinnt, að borgarstarfsmenn komi og lagfæri leiktækin á rólónum og sjái til þess að í kringum okkur sé hreint og snyrtilegt. Við reynum líka að leggja okkar af mörkum með góðri umgengni og trúum því að snyrtilegt umhverfi, sem er vel sinnt og vel við haldið geti af sér betri umgengni og meiri virðingu fyrir verðmætum. Maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa sundlaug steinsnar í burtu, sem er öllum opin frá morgni til kvölds alla daga, virka íþróttastarfsemi í hverfinu, útivistarsvæði í göngufæri og hjóla- og göngustíga út frá því sem bíða eftir að maður leggi þá undir fót, ef vel liggur á manni. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, ekki frekar en svo margt annað sem er á verksviði borgarinnar og vel er gert. Það má jafnvel segja að það stappi nærri kraftaverki að allt skuli ganga sinn vanagang í Reykjavíkurborg eftir efnahagshrunið. Við komumst varla í gegnum einn einasta dag án þess að vera minnt á þetta hrun með einhverjum hætti, en samt hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluta tekist að halda uppi þjónustu við borgarbúa, án þess að hækka skatta og skila borgarsjóði þrátt fyrir þetta hallalausum á síðasta ári. Ég vil halda áfram að búa við þennan stöðugleika og öryggi, bæði fyrir mig og börnin mín. Ég treysti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar fólki til þess að tryggja það að Reykjavík verði áfram sá trausti rammi utan um daglegt líf fjölskyldu minnar sem hún er nú. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Reykjavík er á margan hátt frábær borg. Þar er heimili mitt og fjölskyldu minnar og innan borgarmarkanna sinnum við vinnu, börnin ganga í skóla og leikskóla og þar njótum við frístunda saman. Við erum ánægð með margt. Dagurinn byrjar á leikskólanum, sem er frábær. Þar nýtur dóttir okkar þjónustu, sem ég er sannfærð um að er á heimsmælikvarða. Þetta er leikskóli sem býður mikinn stöðugleika, sama starfsfólkið ár eftir ár, auk nýrra andlita öðru hverju sem hafa verið ánægjuleg viðbót við góðan hóp. Samdráttur í efnahagslífinu hefur ekki haft áhrif á þjónustu leikskólans við okkur, þótt einhverju hafi orðið að hnika til. Það hefur ekki heldur minnkað ánægju okkar með leikskólann, því þótt leikskólastjórinn hafi orðið að spara eitthvað, er það svo skynsamlega gert að maður getur ekki annað en dáðst að því. Skólar eldri barna okkar eru líka góðir. Þar leggur fólk sig fram um að mæta mismunandi þörfum nemendanna, veitir þeim stuðning ef á þarf að halda og tækifæri til að gera meira og betur þegar það á við. Það eru ekki allir steyptir í sama mót og ég kann að meta hversu vel kennarar og annað starfslið hlúir að börnunum okkar. Það er veganesti sem verður varla metið til fjár. Og fyrst talað er um nesti, eða öllu heldur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því: Það er gott að vita til þess að börnin geti fengið staðgóða máltíð í skólanum fyrir einungis 5000 krónur á mánuði. Þessi upphæð hefur ekki verið hækkuð þrátt fyrir að öll aðföng hafi hækkað í verði síðustu misseri. Það er líka mikils virði að sjá umhverfi okkar vel sinnt, að borgarstarfsmenn komi og lagfæri leiktækin á rólónum og sjái til þess að í kringum okkur sé hreint og snyrtilegt. Við reynum líka að leggja okkar af mörkum með góðri umgengni og trúum því að snyrtilegt umhverfi, sem er vel sinnt og vel við haldið geti af sér betri umgengni og meiri virðingu fyrir verðmætum. Maður tekur því sem sjálfsögðum hlut að hafa sundlaug steinsnar í burtu, sem er öllum opin frá morgni til kvölds alla daga, virka íþróttastarfsemi í hverfinu, útivistarsvæði í göngufæri og hjóla- og göngustíga út frá því sem bíða eftir að maður leggi þá undir fót, ef vel liggur á manni. Þetta er þó ekki sjálfsagður hlutur, ekki frekar en svo margt annað sem er á verksviði borgarinnar og vel er gert. Það má jafnvel segja að það stappi nærri kraftaverki að allt skuli ganga sinn vanagang í Reykjavíkurborg eftir efnahagshrunið. Við komumst varla í gegnum einn einasta dag án þess að vera minnt á þetta hrun með einhverjum hætti, en samt hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluta tekist að halda uppi þjónustu við borgarbúa, án þess að hækka skatta og skila borgarsjóði þrátt fyrir þetta hallalausum á síðasta ári. Ég vil halda áfram að búa við þennan stöðugleika og öryggi, bæði fyrir mig og börnin mín. Ég treysti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og hennar fólki til þess að tryggja það að Reykjavík verði áfram sá trausti rammi utan um daglegt líf fjölskyldu minnar sem hún er nú. En þú?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun