Lífið

Claudia Schiffer eignast Cosimu Violet

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Claudia Schiffer og eiginmaður hennar hafa eignast þriðja barn sitt. Mynd/ AFP.
Claudia Schiffer og eiginmaður hennar hafa eignast þriðja barn sitt. Mynd/ AFP.
Þýska ofurfyrirsætan Claudia Schiffer ól stúlkubarn þann fjórtánda maí síðastliðinn á spítala í London. Stúlkan heitir Cosima Violet Vaughn Drummond og heilsast henni og móðurinni vel að því er fram kemur á vef tímaritsins OK.

Claudia og eiginmaður hennar, kvikmyndaframleiðandinn Matthew Vaughn, eiga tvö börn fyrir. Þau eiga sjö ára gamlan son sem heitir Caspar og fimm ára dóttur sem heitir Clementine.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.