Birgir Sigurðsson: Aulabrandaraleg stjórnmálabarátta Birgir Sigurðsson skrifar 26. maí 2010 14:44 Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jón Gnarr hefur á ferli sínum sem leikari og skemmtikraftur skapað margar eftirminnilegar persónur sem einkennast af hallæristöktum og aulafyndni. Hver man ekki sprenghlægilegan aulaháttinn þegar hann sem yfirmaður bensínstöðvar í framhaldsþáttum á Stöð tvö tók "starfsmann á plani" til bæna? Nú hefur Jón hins vegar boðið sig fram til borgarstjórnar. Í fyrstu héldu menn að það væri ein aulafyndnin í viðbót. Með þessu framboði væri hann um stund að breyta borgarpóli-tíkinni í uppistand til þess að gleðja þá mörgu Reykvíkinga sem eru illa komnir og hnípnir eftir hrunið. En Jón Gnarr hefur tekið af allan vafa: Þetta uppistand er í alvöru. Hann hefur skipt um svið. Arkað inn á svið stjórnmálanna. Samt virðist hann hafa lítið fram að færa umfram það að skemmta sér og sínum með gamalkunnum töktum á kostnað annarra framboða og núverandi borgarfulltrúa; þeir séu svo leiðinlegir en hann sjálfur svo skemmtilegur. Þessi sérkennilega sjálfumgleði virðist falla vel í kramið. Ekki er annað að sjá en Jón Gnarr og félagar séu í þann mund að svífa inn í borgarstjórn á vængjum vinsælda hans sem skemmtikrafts. Framboðið er eins og vel heppnað show. Það er mikið klappað fyrir því. Líkt og við þráum það eitt að niður-lægingu okkar eftir hrunið verði umbreytt í eitt allsherjar grín og við losum okkur við þá sem nú sitja í borgarstjórn af því þeir séu svo "leiðinlegir" en kjósum Jón Gnarr og kó í staðinn af því hann sé svo "skemmtilegur". Ekki er annað að heyra á honum sjálfum en að sami mælikvarði eigi að gilda um frammistöðu skemmtikrafta og stjórnmálamanna: Stjórnmál eiga að vera skemmtileg (eins og ég) segir hann. Stundum má heyra á útlendingum og Íslendingum sem snúa heim frá fátækum þjóðum að það sé engin kreppa á Íslandi. Þeir horfa á það sem snýr út; velmegunarleg húsin, alla bílana. Gera sér ekki grein fyrir að þetta er tálsýn úr steypu og blikki, skynja ekki að á bak við það sem út snýr er fólk sem starir andvaka út í myrkrið, veltir fyrir sér hverri krónu og nær ekki endum saman: Fjörutíu prósent þjóðarinnar samkvæmt könnun en áreiðanlega fleiri. Þetta fólk þjáist. Það er reitt. Ráðalaust og hjálparvana. Velviljað fólk sem enn á vel til hnífs og skeiðar er einnig reitt og ráðalaust. Við vorum öll svikin. Særð. Rænd. Afbrotamenn náðu undir sig bankakerfinu, fjármálafyrirtækjum, stórfyrirtækjum. Þeir sugu úr þeim blóð og merg sjálfum sér til handa. Og þeir nutu til þess fulltingis valdamikilla stjórnmálamanna sem hafa óstjórnað landinu í mörg ár. Engin þjóð í Evrópu hefur verið jafn illa leikin á fjármálasviðinu á jafn skömmum tíma. Við hrærumst í loftþungu rými örvæntingar og andlegrar kreppu og þráum breytingar til góðs. Innan skamms verða kosningar í Reykjavík. Gætum að okkur. Komum böndum á örvæntinguna. Hemjum reiðina. Teljum upp að tíu. Gefum dómgreindinni pláss. Við eigum nóg af henni. Hleypum henni að. Spyrjum spurninga, til að mynda þessara: Er líklegt að næfurþunnar og klisjukenndar yfirlýsingar þessa framboðs Jóns Gnarr, með einstaka aulabrandara-uppbrotum, feli í sér raunverulega von um breytingar til góðs? Ennfremur: Er trúlegt að Jón Gnarr, sem er sérfræðingur í gríni, sé svo mikill sérfræðingur í borgarmálum að óhætt sé að skófla stórum hluta borgarfulltrúa burt í einni svipan svo hann og hans menn komist að? Hafa núverandi borgarfulltrúar brugðist svona herfilega? Var hrunið og afleiðingar þess þeim að kenna? Spyrjum spurninga, til dæmis þessara: Er líklegt að meðframbjóðendur Jóns Gnarr valdi þeim erfiðu og flóknu úrlausnarefnum sem borgarstjórn þarf að kljást við? Hafa þeir þá reynslu, þekkingu og yfirsýn sem til þarf? Skoðum þá. Hvern og einn. Er ekki einhver vinsældaveiðalykt af sumum þeirra? Búa þeir ekki yfir einhverri ófullnægðri og óhollri þrá til skyndiáhrifa? Eða vilja þeir bara fá að vera með í showinu? Spyrjum spurninga, til að mynda þessarar: Veldur Jón Gnarr sjálfur verkefnum borgarstjórnar? Felur framboð og stjórnmálabarátta hans kannski í sér það lýðskrum sem okkur ber sem ábyrgum kjósendum að sjá við? Skoðum hann. Vel og vandlega. Stöndum fast í fæturna. Höfum jarðsamband. Með óhvikulu raunsæi. Skoðum hann. Án óskhyggju. Gætum þess að láta ekki vinsældir hans sem skemmtikrafts villa okkur sýn. Virkjum dómgreindina.Við eigum nóg af henni. Notum hana. Spyrjum spurninga. En gefum Jóni Gnarr það sem Jón Gnarr á. Hann er góður á sínu sviði: sem skemmtikraftur hallæristakta og aulafyndni. En viljum við fá hann í borgarstjórn? Viljum við fá hann sem borgarstjóra?
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar