Naomi Campell vitnar gegn stríðsherra í Haag 6. ágúst 2010 06:00 Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var ekki sátt við að þurfa að bera vitni í gær en þurfti að útskýra hvernig hún fékk blóðdemanta að gjöf frá Taylor. Fréttablaðið/afp Naomi Campbell var í óvenjulegum aðstæðum í gær þegar hún sat í dómsal Stríðsdómstólsins í Haag. Fyrirsætan þurfti að bera vitni gegn meinta stríðsherranum og demantakónginum Charles Taylor en hún á að hafa fengið blóðdemanta að gjöf frá Taylor árið 1997. Charles Taylor er ásakaður um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Síerra Leóne á tímabilinu 1997-2001 og á að hafa fjármagnað stríðsrektur sinn með svokölluðum blóðdemöntum. Fyrirsætan bar vitni gegn vilja sínum, en hún á að hafa fengið poka fullan af þessum demöntum að gjöf frá Taylor í velgjörðarkvöldverði hjá Nelson Mandela í Suður-Afríku árið 1997. Þessi gjöf Taylors til Campbell er talin vera sönnun þess að hann sé flæktur í ólöglegu demantastarfsemina í Síerra Leóne. Naomi Campbell var stressuð að sögn viðstaddra er hún mætti í vitnastúkuna en hún var mjög mótfallin því að blandast inn í málið. Hefur hún látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé hrædd um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í kjölfar vitnaleiðslunnar. Taylor var viðstaddur í dómsalnum. Campbell lét strax í ljós andúð sína á verunni í dómsalnum og sagði við dómarann að hún vildi bara drífa þetta af. Dómarinn mun hafa svarað með kaldhæðni þar sem hún þakkaði Campbell kærlega fyrir að hafa getað fundið sér tíma í annasömu prógrammi til að heiðra þau með nærveru sinni. Fyrirsætan fór yfir alla söguna bak við gjöfina sem hún á að hafa tekið á móti á hótelherbergi sínu eftir velgjörðarkvöldverðinn. Charles Taylor var meðal gesta í boðinu en Campbell þvertekur fyrir að hafa átt einhver samskipti við hann í boðinu. Segist hún hafa fengið pokann með demöntunum frá starfsmanni hótelsins en að hún hafi ekki kíkt í pokann fyrr en daginn eftir. „Það sem blasti við mér þegar ég opnaði pokann voru pínulitlir skítugir steinar. Mér datt ekki í huga að þetta væru demantar," sagði Campbell við viðstadda í dómsalnum en það var ekki fyrr en hún sýndi vinkonu sinni, leikkonunni Miu Farrow, pokann og innihaldið daginn eftir, að hún uppgötvaði hvers kyns var. „Farrow skildi strax að þetta var gjöf frá Taylor og hvatti mig því til að skila pokanum þegar í stað og ég lét því vin minn, Jeremy Radcliffe, hafa pokann," sagði Campbell en Farrow var ein af þeim sem lét ákærendur í málinu vita af gjöfinni til Campbell. Charles Taylor neitar öllu en réttarhöldunum yfir honum í Haag er ekki lokið. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Naomi Campbell var í óvenjulegum aðstæðum í gær þegar hún sat í dómsal Stríðsdómstólsins í Haag. Fyrirsætan þurfti að bera vitni gegn meinta stríðsherranum og demantakónginum Charles Taylor en hún á að hafa fengið blóðdemanta að gjöf frá Taylor árið 1997. Charles Taylor er ásakaður um stríðsglæpi og mannréttindabrot í Síerra Leóne á tímabilinu 1997-2001 og á að hafa fjármagnað stríðsrektur sinn með svokölluðum blóðdemöntum. Fyrirsætan bar vitni gegn vilja sínum, en hún á að hafa fengið poka fullan af þessum demöntum að gjöf frá Taylor í velgjörðarkvöldverði hjá Nelson Mandela í Suður-Afríku árið 1997. Þessi gjöf Taylors til Campbell er talin vera sönnun þess að hann sé flæktur í ólöglegu demantastarfsemina í Síerra Leóne. Naomi Campbell var stressuð að sögn viðstaddra er hún mætti í vitnastúkuna en hún var mjög mótfallin því að blandast inn í málið. Hefur hún látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún sé hrædd um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar í kjölfar vitnaleiðslunnar. Taylor var viðstaddur í dómsalnum. Campbell lét strax í ljós andúð sína á verunni í dómsalnum og sagði við dómarann að hún vildi bara drífa þetta af. Dómarinn mun hafa svarað með kaldhæðni þar sem hún þakkaði Campbell kærlega fyrir að hafa getað fundið sér tíma í annasömu prógrammi til að heiðra þau með nærveru sinni. Fyrirsætan fór yfir alla söguna bak við gjöfina sem hún á að hafa tekið á móti á hótelherbergi sínu eftir velgjörðarkvöldverðinn. Charles Taylor var meðal gesta í boðinu en Campbell þvertekur fyrir að hafa átt einhver samskipti við hann í boðinu. Segist hún hafa fengið pokann með demöntunum frá starfsmanni hótelsins en að hún hafi ekki kíkt í pokann fyrr en daginn eftir. „Það sem blasti við mér þegar ég opnaði pokann voru pínulitlir skítugir steinar. Mér datt ekki í huga að þetta væru demantar," sagði Campbell við viðstadda í dómsalnum en það var ekki fyrr en hún sýndi vinkonu sinni, leikkonunni Miu Farrow, pokann og innihaldið daginn eftir, að hún uppgötvaði hvers kyns var. „Farrow skildi strax að þetta var gjöf frá Taylor og hvatti mig því til að skila pokanum þegar í stað og ég lét því vin minn, Jeremy Radcliffe, hafa pokann," sagði Campbell en Farrow var ein af þeim sem lét ákærendur í málinu vita af gjöfinni til Campbell. Charles Taylor neitar öllu en réttarhöldunum yfir honum í Haag er ekki lokið. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira