Sum fátæk börn betri en önnur Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. desember 2010 06:00 Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar