Erlent

Karl og konu bjargað í Port au Prince

Brasilískir og kínverskir björgunarmenn að störfum í höfuðborginni Port au Prince.
Brasilískir og kínverskir björgunarmenn að störfum í höfuðborginni Port au Prince. Mynd/AP
Breskum björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur manneskjum lifandi úr rústum tveggja húsa í höfuðborg Haítí skömmu eftir hádegi í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar á morgun um stöðu mála og skipulag hjálparstarfsins - og ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna.

Það tók liðsmenn bresku björgunarsveitarinnar rúmlega sex klukkustundir að grafa 39 ára gamla konu úr rústum húss í höfuðborginni Port au Prince. Hún var talsvert slösuð og því samstundis flutt á sjúkrahús. Skammt frá tókst sömu björgunarsveit að bjarga karlmanni undan rústunum en það tók þá meira en sjö klukkustundir. Þegar jarðskjálftinn reið yfir tókst manninum að skýla sér undir rúmi sem varð til þess að hann lifði af. Maðurinn reyndist lítið sem ekkert slasaður en hann hafði eðli málsins hvorki fengið vatn né þurrt eftir skjálftann.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til fundar á morgun til að ræða ástandið og þá ekki síst öryggi hjálparstarfsmanna en fregnir hafa borist af gripdeildum og átökum meðal íbúa.


Tengdar fréttir

Tveimur stúlkum bjargað

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Haítí í gær og ræddi við René Preval, forseta landsins, um aðgerðir til hjálpar þeim sem illa urðu úti úr jarðskjálftanum á þriðjudaginn. Að fundi loknum sagði Clinton við fréttamenn að Bandaríkjastjórn myndi vera til staðar og gera hvað hún gæti til að koma landinu til hjálpar. Hún sagði að Haíti myndi standa sterkara að þessum harmleik loknum.

Friðargæsluliðar tryggja öryggi Íslendinganna

26 liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar eru á leið til borgarinnar Léogane, sem er um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince, á Haítí. Friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum munu fylgja hópnum og tryggja öryggi hans.

Bróðir Eldu á lífi

Elda Þórisson Faurelien, sem kom hingað til lands frá Haííti fyrir fjórum árum, hefur fengið jákvæðar fréttir af fjölskyldu sinni. „Arnold bróðir Eldu, sonur hans og tvær frænkur eru á lífi. Önnur frænkan er slösuð en aðrir eru ómeiddir,“ segir Methúsalem Þórisson eiginmaður hennar.

Ástandið verra í grennd við Port au Prince

Upplýsingar um ástand mála í bæjum og borgum í grennd við Port au Prince á Haítí eru farnar að berast og benda þær til að eyðileggingin sé meiri þar en í höfuðborginni. Enn gengur erfiðlega að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Haítí en hundruð þúsunda hafa varla fengið vott né þurrt síðan á þriðjudag.

Búa sig undir verkefni dagsins

Íslenska björgunarsveitin á Haítí er nú að búa sig undir verkefni dagsins. Sveitin að öllum líkindum vinna í bæ um 40 kílómetra vestan við höfuðborgina Port au Prince en enn sem komið er hefur engin alþjóðleg björgunarsveit farið þangað. Bærinn stendur mun nær upptökum skjálftans en höfuðborgin og er það mat manna að þar hafi 80 til 90% bygginga hrunið í skjálftanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×