Innlent

Össur og kollegar biðla til Írana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson og aðrir norrænir ráðherra biðla til Írana um að milda dóminn yfir
Össur Skarphéðinsson og aðrir norrænir ráðherra biðla til Írana um að milda dóminn yfir
Utanríkisráðherrar Norðurlandanna lýstu í dag yfir miklum áhyggjum vegna frétta af því að aftaka írönsku konunnar Sakineh Mohammadi-Ashtiani væri yfirvofandi.

Kröfðust ráðherrarnir þess að írönsk stjórnvöld komi í veg fyrir að dauðadóminum verði fullnægt, samkvæmt tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Fyrr á árinu dæmdu Íranskir dómstólar Sakineh Mohammadi-Ashtiani til dauða.

Norrænu ráðherrarnir fimm lýsa algerri andstöðu við dauðarefsingar og skora á írönsk stjórnvöld að milda dóminn. Þá lýsa ráðherrarnir yfir áhyggjum vegna frétta af erfiðri stöðu mannréttindafrömuða í Íran, af handtökum án dóms og laga, pyntingum og réttarhöldum þar sem réttindi sakborninga séu fyrir borð borin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×