Erlent

Námumönnunum bjargað eftir tvær vikur

Mennirnir hafa verið fastir í margar vikur. Mynd/AP
Mennirnir hafa verið fastir í margar vikur. Mynd/AP
Talið er að hægt verði að bjarga þrjátíu og þremur námamönnum í Chile úr námagöngum sem þeir hafa verið króaðir í vikum saman, einhvern tíma á seinni hluta þessa mánaðar. Laurence Golborne námuráðherra landsins segir að prófanir á björgunarbúnaði frá ýmsum fyrirtækjum gefi vonir um að björgunaraðgerðir geti hafist eftir um tvær vikur.

Námamennirnir eru fastir á um 700 metra dýpi. Ættingjar 27 þeirra hafa farið í mál við námafyrirtækið og krefjast sem svarar til 1,1 milljarða króna í bætur, vegna vanrækslu og brota á öryggisreglum. Þá er búist við að ættingjarnir fari einnig í mál við stjórnvöld fyrir að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×