Umsóknarferlið býður upp á tækifæri Anna Margrét Guðjónsdóttir skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Nú er hafið svokallað aðlögunartímabil Íslands gagnvart Evrópusambandinu sem mun vara þar til þjóðin tekur afstöðu til væntanlegs aðildarsamnings. Á þessu tímabili munum við Íslendingar eiga kost á að fá ýmiss konar aðstoð frá sambandinu og aðildarríkjum þess - aðstoð sem sumir andstæðingar ESB aðildar hafa viljað kalla þróunaraðstoð en aðrir líta á sem kærkomið tækifæri fyrir okkur til að læra af öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögunartímabil umsóknarríkis er sniðið að aðstæðum og óskum í hverju ríki fyrir sig. Af því leiðir að aðstoð við okkur Íslendinga verður með öðru sniði en aðstoð við Austur-Evrópuríki enda staða okkar mjög frábrugðin stöðu þeirra við upphaf aðildarviðræðna. Ekki hefur verið endanlega ákveðið með hvaða hætti stuðningi við Ísland verður háttað en fjölmargir aðilar bæði innanlands og hjá framkvæmdastjórn ESB vinna nú að gerð sérstakrar áætlunar þar um. Gengið er út frá því að aðstoðin muni skiptast í þrennt, þ.e. faglega ráðgjöf, fjárhagslega aðstoð og stuðning við þátttöku í samstarfsverkefnum. Meðal þeirra sem leggja hönd á plóg við gerð áætlunarinnar hér á landi eru ráðuneyti, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins, hagsmunasamtök o.fl. Fagleg ráðgjöf mun einkum beinast að því að aðstoða við að skipuleggja þátttöku í þeim málaflokkum sem standa utan við EES samstarfið, t.d. sjávarútvegi, landbúnaði, samgöngum, byggðamálum og svæðaþróun og umhverfisvernd. Ráðgjöfin mun fara fram hér á landi og einnig munu Íslendingar fara í læri til annarra Evrópuríkja. Fulltrúar bænda, landshlutasamtaka sveitarfélaga, stéttarfélaga, endurmenntunarmiðstöðva og atvinnuþróunarfélaga munu, svo dæmi sé tekið, hafa möguleika á að fara saman t.d. til Finnlands eða Írlands og kynna sér með hvaða hætti þarlend stjórnvöld hafa innleitt dreifbýlisstefnu Evrópusambandsins, en hún miðar að því að styrkja búsetu, efla atvinnulíf og auka menntun í dreifðum byggðum. Þá munu sveitarstjórnarmenn og aðrir hagsmunaaðilar á helsta þéttbýlissvæði landsins geta fengið að kynna sér með hvaða hætti ýmis aðildarríki hafa, með aðstoð Evrópusambandsins, stofnað þróunarsjóði um borgarsvæði og áhrifasvæði þeirra. Hér eru tvö dæmi valin af handahófi en möguleikarnir eru fjölmargir og veltur það mikið á frumkvæði hagsmunaaðila hvar verður borið niður. Fagleg ráðgjöf á aðlögunartímabilinu mun líka snúast um það að veita íslenskum stjórnvöldum aðstoð við að undirbúa stofnanir hins opinbera til þátttöku í starfi Evrópusambandsins. Til að geta tekið þátt í uppbyggingarsjóðum ESB (e. Structural funds) þurfa aðildarríkin að gera vandaðar áætlanir til margra ára um helstu málefni, t.d. atvinnu- og svæðaþróun, samgöngur, eflingu mannauðs og menntunar o.s.frv. Þau þurfa að sýna fram á að áætlunum sé framfylgt, samræmi og samþætting sé milli þeirra og að viðhöfð sé vönduð stjórnsýsla. Áætlanagerð og staðfesta við að framfylgja þeim hefur staðið okkur fyrir þrifum og því er kærkomið að fá ráð sérfræðinga í þessum efnum. Grunnur að samþættri áætlanagerð hefur verið lagður með Sóknaráætlun 20/20 og hver sem niðurstaðan verður um aðild væri ákjósanlegt að fá sérfræðiaðstoð við að ljúka gerð hennar og þjálfun í áætlanagerð af þessum toga. Gera má ráð fyrir fjárhagslegum stuðningi við þróunarverkefni á sviði atvinnu-, endurmenntunar- og byggðamála. Þá verður veittur ýmiss konar stuðningur til þátttöku í stórum og smáum samstarfsverkefnum með öðrum Evrópuþjóðum. Verkefnin stuðla m.a. að því að kynna Íslendingum áætlanagerð, sbr. hér að ofan og hvernig nýta megi samkeppnissjóði til að ná tilteknum markmiðum stjórnvalda. Við Íslendingar eigum að líta á væntanlegt aðlögunartímabil sem kærkomið tækifæri til að læra og endurskipuleggja vinnubrögð okkar og byggja upp þekkingu á fjölmörgum sviðum. Þeir fjármunir sem við komum til með að fá á tímabilinu munu væntanlega koma sér vel á næstu misserum og við munum tryggja að þeim verði skynsamlega varið. Annað er ekki í boði. Ekki er að sjá að um sérstök útgjöld ríkisins verði að ræða í þessu sambandi vegna svokallaðra mótframlaga því hægt er í slíkum tilvikum að líta á framlag Evrópusambandsins sem viðbót við verkefni, sem eru á fjárlögum eða þegar fjármögnuð með öðrum hætti. Sú þekking, reynsla og sambönd sem við komum til með að öðlast verða ekki frá okkur tekin þótt þjóðin hafni aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin hins vegar aðildina komum við sterk til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir þar sem við munum bæði gefa og þiggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nú er hafið svokallað aðlögunartímabil Íslands gagnvart Evrópusambandinu sem mun vara þar til þjóðin tekur afstöðu til væntanlegs aðildarsamnings. Á þessu tímabili munum við Íslendingar eiga kost á að fá ýmiss konar aðstoð frá sambandinu og aðildarríkjum þess - aðstoð sem sumir andstæðingar ESB aðildar hafa viljað kalla þróunaraðstoð en aðrir líta á sem kærkomið tækifæri fyrir okkur til að læra af öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögunartímabil umsóknarríkis er sniðið að aðstæðum og óskum í hverju ríki fyrir sig. Af því leiðir að aðstoð við okkur Íslendinga verður með öðru sniði en aðstoð við Austur-Evrópuríki enda staða okkar mjög frábrugðin stöðu þeirra við upphaf aðildarviðræðna. Ekki hefur verið endanlega ákveðið með hvaða hætti stuðningi við Ísland verður háttað en fjölmargir aðilar bæði innanlands og hjá framkvæmdastjórn ESB vinna nú að gerð sérstakrar áætlunar þar um. Gengið er út frá því að aðstoðin muni skiptast í þrennt, þ.e. faglega ráðgjöf, fjárhagslega aðstoð og stuðning við þátttöku í samstarfsverkefnum. Meðal þeirra sem leggja hönd á plóg við gerð áætlunarinnar hér á landi eru ráðuneyti, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins, hagsmunasamtök o.fl. Fagleg ráðgjöf mun einkum beinast að því að aðstoða við að skipuleggja þátttöku í þeim málaflokkum sem standa utan við EES samstarfið, t.d. sjávarútvegi, landbúnaði, samgöngum, byggðamálum og svæðaþróun og umhverfisvernd. Ráðgjöfin mun fara fram hér á landi og einnig munu Íslendingar fara í læri til annarra Evrópuríkja. Fulltrúar bænda, landshlutasamtaka sveitarfélaga, stéttarfélaga, endurmenntunarmiðstöðva og atvinnuþróunarfélaga munu, svo dæmi sé tekið, hafa möguleika á að fara saman t.d. til Finnlands eða Írlands og kynna sér með hvaða hætti þarlend stjórnvöld hafa innleitt dreifbýlisstefnu Evrópusambandsins, en hún miðar að því að styrkja búsetu, efla atvinnulíf og auka menntun í dreifðum byggðum. Þá munu sveitarstjórnarmenn og aðrir hagsmunaaðilar á helsta þéttbýlissvæði landsins geta fengið að kynna sér með hvaða hætti ýmis aðildarríki hafa, með aðstoð Evrópusambandsins, stofnað þróunarsjóði um borgarsvæði og áhrifasvæði þeirra. Hér eru tvö dæmi valin af handahófi en möguleikarnir eru fjölmargir og veltur það mikið á frumkvæði hagsmunaaðila hvar verður borið niður. Fagleg ráðgjöf á aðlögunartímabilinu mun líka snúast um það að veita íslenskum stjórnvöldum aðstoð við að undirbúa stofnanir hins opinbera til þátttöku í starfi Evrópusambandsins. Til að geta tekið þátt í uppbyggingarsjóðum ESB (e. Structural funds) þurfa aðildarríkin að gera vandaðar áætlanir til margra ára um helstu málefni, t.d. atvinnu- og svæðaþróun, samgöngur, eflingu mannauðs og menntunar o.s.frv. Þau þurfa að sýna fram á að áætlunum sé framfylgt, samræmi og samþætting sé milli þeirra og að viðhöfð sé vönduð stjórnsýsla. Áætlanagerð og staðfesta við að framfylgja þeim hefur staðið okkur fyrir þrifum og því er kærkomið að fá ráð sérfræðinga í þessum efnum. Grunnur að samþættri áætlanagerð hefur verið lagður með Sóknaráætlun 20/20 og hver sem niðurstaðan verður um aðild væri ákjósanlegt að fá sérfræðiaðstoð við að ljúka gerð hennar og þjálfun í áætlanagerð af þessum toga. Gera má ráð fyrir fjárhagslegum stuðningi við þróunarverkefni á sviði atvinnu-, endurmenntunar- og byggðamála. Þá verður veittur ýmiss konar stuðningur til þátttöku í stórum og smáum samstarfsverkefnum með öðrum Evrópuþjóðum. Verkefnin stuðla m.a. að því að kynna Íslendingum áætlanagerð, sbr. hér að ofan og hvernig nýta megi samkeppnissjóði til að ná tilteknum markmiðum stjórnvalda. Við Íslendingar eigum að líta á væntanlegt aðlögunartímabil sem kærkomið tækifæri til að læra og endurskipuleggja vinnubrögð okkar og byggja upp þekkingu á fjölmörgum sviðum. Þeir fjármunir sem við komum til með að fá á tímabilinu munu væntanlega koma sér vel á næstu misserum og við munum tryggja að þeim verði skynsamlega varið. Annað er ekki í boði. Ekki er að sjá að um sérstök útgjöld ríkisins verði að ræða í þessu sambandi vegna svokallaðra mótframlaga því hægt er í slíkum tilvikum að líta á framlag Evrópusambandsins sem viðbót við verkefni, sem eru á fjárlögum eða þegar fjármögnuð með öðrum hætti. Sú þekking, reynsla og sambönd sem við komum til með að öðlast verða ekki frá okkur tekin þótt þjóðin hafni aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin hins vegar aðildina komum við sterk til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir þar sem við munum bæði gefa og þiggja.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun