Icesave-skuldin fari í þróunaraðstoð G. Pétur Matthíasson skrifar 30. janúar 2010 06:00 Staða okkar Íslendinga er ekki öfundsverð og ljóst hvernig sem fer að kreppan á eftir að bíta töluvert meira áður en leiðin fer að liggja upp á við. Það er svo undir okkur komið hvenær viðsnúningurinn verður. Það er víst tómt mál að tala um það úr þessu hversu verr við erum stödd núna en ef við hefðum strax í fyrravor gengið frá Icesave-samkomulaginu. Það ætti að vera hægt að slá á hversu mörgum milljörðum eða tugmilljörðum íslensk heimili og atvinnulíf hafa tapað og munu tapa á næstu mánuðum. Það yrði auðvitað aldrei annað en spá og breytir ekki stöðunni. Það verður engin endurreisn í landinu nema hún fari fram með reisn. Reisn hins sjálfstæða manns og það verður að viðurkennast að það er sárt að horfa upp á landa sína sem telja okkur svo smá og svo vesæl að við getum ekki axlað ábyrgð á því gífurlega og glæpsamlega gáleysi sem gráðugir bankamenn og spilltir og sofandi stjórnmálamenn stunduðu árum saman. Það finnst mér ekki að vera að standa í lappirnar. Það þarf ekki annað en að fylgjast með fréttum frá Haítí til að skammast sín fyrir þetta viðhorf marga landsmanna. Til að leysa hnútinn er nauðsynlegt að hugsa hlutina upp á nýtt. Það er ekki auðvelt að sjá hvernig ætti að breyta Icesave-samningnum sem ríkisstjórn og Alþingi hefur undirgengist nú þegar. Krafa þeirra sem hæst láta virðist nefnilega vera að ganga lengra en Alþingi samþykkti í ágúst og forsetinn skrifaði þá undir. Hvernig Hollendingar og Bretar eigi að samþykkja það er undirrituðum hulin ráðgáta. Það má ekki gleyma því að þegar Icesave-reikningarnir voru opnaðir í Hollandi í lok maí 2008 mátti þeim sem um véluðu vera ljóst að dæmið myndi aldrei ganga upp. Það má alveg færa rök fyrir því að um hreinan þjófnað hafi verið að ræða. Afstaða okkar helstu bandamanna meðal þjóðanna, norrænu ríkjanna, sýnir okkur að þrátt fyrir jákvæð og gleðileg skrif ýmissa útlendinga, sérstaklega í Bretlandi, þá er ætlast til þess að við öxlum ábyrgð, það er ætlast til þess að við sýnum hið minnsta einhvern lit. Þegar almenningur í Afríku veit það helst um Ísland að við séum þjóðin sem neitar að borga skuldir sínar þá höfum við vissulega verk að vinna að bæta álitið á okkur sem þjóð. Icesave-skuldin hver sem hún verður er gífurlega há upphæð fyrir Ísland en smáaurar fyrir hin stóru hagkerfi Bretlands og Hollands. En hún er stærri en gífurlega stór fyrir almenning á Haítí, svo dæmi sé tekið. Þess vegna legg ég til að Icesave-deilan verði leyst með því að Bretar og Hollendingar falli frá kröfum sínum en við Íslendingar gerum bindandi samkomulag um að borga skuldina með því að veita þróunarhjálp fyrir alla upphæðina. Með því móti mætti semja um vextina upp á nýtt og notast við hógværari tölu sem myndi þá létta á greiðslubyrðinni. Einnig mætti vel hugsa sér að greiðsla hæfist eftir sjö ár og stæði þess vegna lengur en gert er ráð fyrir í núverandi samkomulagi. Þetta yrði ávinningur fyrir flesta og lausn sem deiluaðilar ættu að geta sætt sig við. Féð fer þá til góðra verka á sama tíma og Íslendingar axla ábyrgð. Þetta er fjarlægur möguleiki en möguleiki samt og alltaf rétt að vera bjartsýnn. Bjartsýnisbjarminn sem kviknaði í mínu brjósti um áramótin er eigi að síður og því miður slokknaður. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars er ekki annað að gera en að segja já en málið verður samt fellt. Þá er ekki annað að gera en að bíða allt þetta ár eftir því að menn reyni að komast að samkomulagi um Icesave, bíða eftir því að mönnum takist að fá að semja meðan AGS bíður eða bara fer, meðan Norðurlandaþjóðirnar bíða, meðan þeir atvinnulausu bíða, bíða eftir því að tíminn líði þar til aftur verður hægt að taka til við endurreisnina. Höfundur er áhugamaður um þjóðlega reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Staða okkar Íslendinga er ekki öfundsverð og ljóst hvernig sem fer að kreppan á eftir að bíta töluvert meira áður en leiðin fer að liggja upp á við. Það er svo undir okkur komið hvenær viðsnúningurinn verður. Það er víst tómt mál að tala um það úr þessu hversu verr við erum stödd núna en ef við hefðum strax í fyrravor gengið frá Icesave-samkomulaginu. Það ætti að vera hægt að slá á hversu mörgum milljörðum eða tugmilljörðum íslensk heimili og atvinnulíf hafa tapað og munu tapa á næstu mánuðum. Það yrði auðvitað aldrei annað en spá og breytir ekki stöðunni. Það verður engin endurreisn í landinu nema hún fari fram með reisn. Reisn hins sjálfstæða manns og það verður að viðurkennast að það er sárt að horfa upp á landa sína sem telja okkur svo smá og svo vesæl að við getum ekki axlað ábyrgð á því gífurlega og glæpsamlega gáleysi sem gráðugir bankamenn og spilltir og sofandi stjórnmálamenn stunduðu árum saman. Það finnst mér ekki að vera að standa í lappirnar. Það þarf ekki annað en að fylgjast með fréttum frá Haítí til að skammast sín fyrir þetta viðhorf marga landsmanna. Til að leysa hnútinn er nauðsynlegt að hugsa hlutina upp á nýtt. Það er ekki auðvelt að sjá hvernig ætti að breyta Icesave-samningnum sem ríkisstjórn og Alþingi hefur undirgengist nú þegar. Krafa þeirra sem hæst láta virðist nefnilega vera að ganga lengra en Alþingi samþykkti í ágúst og forsetinn skrifaði þá undir. Hvernig Hollendingar og Bretar eigi að samþykkja það er undirrituðum hulin ráðgáta. Það má ekki gleyma því að þegar Icesave-reikningarnir voru opnaðir í Hollandi í lok maí 2008 mátti þeim sem um véluðu vera ljóst að dæmið myndi aldrei ganga upp. Það má alveg færa rök fyrir því að um hreinan þjófnað hafi verið að ræða. Afstaða okkar helstu bandamanna meðal þjóðanna, norrænu ríkjanna, sýnir okkur að þrátt fyrir jákvæð og gleðileg skrif ýmissa útlendinga, sérstaklega í Bretlandi, þá er ætlast til þess að við öxlum ábyrgð, það er ætlast til þess að við sýnum hið minnsta einhvern lit. Þegar almenningur í Afríku veit það helst um Ísland að við séum þjóðin sem neitar að borga skuldir sínar þá höfum við vissulega verk að vinna að bæta álitið á okkur sem þjóð. Icesave-skuldin hver sem hún verður er gífurlega há upphæð fyrir Ísland en smáaurar fyrir hin stóru hagkerfi Bretlands og Hollands. En hún er stærri en gífurlega stór fyrir almenning á Haítí, svo dæmi sé tekið. Þess vegna legg ég til að Icesave-deilan verði leyst með því að Bretar og Hollendingar falli frá kröfum sínum en við Íslendingar gerum bindandi samkomulag um að borga skuldina með því að veita þróunarhjálp fyrir alla upphæðina. Með því móti mætti semja um vextina upp á nýtt og notast við hógværari tölu sem myndi þá létta á greiðslubyrðinni. Einnig mætti vel hugsa sér að greiðsla hæfist eftir sjö ár og stæði þess vegna lengur en gert er ráð fyrir í núverandi samkomulagi. Þetta yrði ávinningur fyrir flesta og lausn sem deiluaðilar ættu að geta sætt sig við. Féð fer þá til góðra verka á sama tíma og Íslendingar axla ábyrgð. Þetta er fjarlægur möguleiki en möguleiki samt og alltaf rétt að vera bjartsýnn. Bjartsýnisbjarminn sem kviknaði í mínu brjósti um áramótin er eigi að síður og því miður slokknaður. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars er ekki annað að gera en að segja já en málið verður samt fellt. Þá er ekki annað að gera en að bíða allt þetta ár eftir því að menn reyni að komast að samkomulagi um Icesave, bíða eftir því að mönnum takist að fá að semja meðan AGS bíður eða bara fer, meðan Norðurlandaþjóðirnar bíða, meðan þeir atvinnulausu bíða, bíða eftir því að tíminn líði þar til aftur verður hægt að taka til við endurreisnina. Höfundur er áhugamaður um þjóðlega reisn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar