Skoðun

Dýrmæt orka

Endurnýtanlegar orkuauðlindir eins og jarðvarmi og vatnsafl eru ekki á hverju strái og Ísland er afar einstakt varðandi hversu mikla endurnýtanlega orku hér er að finna.

Með sí vaxandi orkuþörf í heiminum samhliða nauðsyn þess að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti er hrein orka alltaf að verða verðmætari og verðmætari. En aðgerðir vegna loftslagsbreytingar og sí aukin orkuþörf eiga eftir að hafa mikil áhrif á orkumarkaðinn og orkuverð í nánustu framtíð.

Mikilvægt er að þjóðin geri sér grein fyrir hversu mikilvægar og verðmætar endurnýtanlegar orkuauðlindir eru. Sérstaklega vatnsafl og jarðvarmi. Þrátt fyrir að skuldastaða helstu orkufyrirtækjanna í dag sé erfið vegna mikilla framkvæmda síðustu ára er afar skammvinn lausn að fá erlendan gjaldeyri á þann hátt að selja sjálfan nýtingarréttinn. Ef einhver fyrirtæki eiga góða burði til þess að standa við skuldbindingar sínar eru það orkufyrirtæki sem nýta endurnýtanlega orku.

Slík fyrirtæki geta gengið að viðskiptavinum sínum með vissu, þar sem heimili, fyrirtæki og iðnaður þurfa alltaf á orku að halda.

Ný löggjöf þar sem tryggja verður meirihluta eign hins opinbera yfir orkuauðlindum og nýtingarrétti þeirra verður að vera skýr og einföld .

Það á ekki að vera hægt að komast undan henni með einhverjum klækindum. Við þurfum á slíkri löggjöf að halda sem fyrst til að tryggja að eignarhald á orkuauðlindum færist ekki á fáar hendur heldur haldist í almanna eigu.



Skoðun

Sjá meira


×