Lífið

Weird Girls-myndband tekið upp í árshátíðarferð CCP

Tinni Sveinsson skrifar
Starfsmenn CCP fóru í vel heppnaða árshátíðarferð til Mexíkó á dögunum. Vísir sagði frá því þegar hópnum seinkaði vegna gossins í Eyjafjallajökli en allir komust heilu og höldnu á áfangastað á endanum.

Í Mexíkó hittu starfsmenn CCP á Íslandi fyrir kollega sína frá Shanghæ og Atlanta. Meðal þeirra sem starfa hjá CCP á Íslandi er listakonan Kitty Von-Sometime. Hún hefur síðastliðin misseri staðið fyrir myndbandaverkefni sem heitir Weird Girls Project og greip hún tækifærið og tók upp eitt myndband til viðbótar með starfsmönnum CCP í Mexíkó.

Tökurnar á Weird Girls-myndböndunum fara jafnan þannig fram að hópi af konum er safnað saman snemma morguns. Engin þeirra sem tekur þátt veit hvað bíður en Kitty mætir hópnum með íburðamikla búninga og stíft tökuplan. Síðan eru myndböndin tekin en þau samanstanda oftar en ekki af samstilltum hreyfingum hópsins. Þannig var þetta einnig í Mexíkó en þátt tóku starfsmenn CCP frá Íslandi, Kína og Bandaríkjunum. Lagið sem myndbandið var gert við er Par Avion með FM Belfast.

Hér á YouTube-síðu Kitty má sjá myndbandið frá Mexíkó auk annarra stórskemmtilegra myndbanda sem Weird Girls hafa gert fyrir Emilíönu Torrini, Steed Lord, Gus Gus, Agent Fresco og fleiri.


Tengdar fréttir

330 starfsmenn CCP strandaglópar á Íslandi

„Ætli við kíkjum ekki bara á rokksafnið til þess að drepa tímann,“ segir Oddur Snær Magnússon, forritari hjá CCP en hann er einn af 330 starfsmönnum fyrirtækisins sem bíður í Keflavík eftir því að millilandaflug á Keflavíkurflugvelli hefjist á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.