Pistill: Eðlilegur munur á viðbrögðum Dana og Breta Friðrik Indriðason skrifar 10. janúar 2010 15:29 Íslendingar sem fylgjast með Icesave umræðunni á erlendum vettvangi taka strax eftir því hve mikill munur er á viðbrögðunum í breskum og dönskum fjölmiðlum. Á meðan umræðan í breskum fjölmiðlum er fremur jákvæð í garð Íslendinga er hún á þveröfugum nótum í þeim dönsku. Það eru ugglaust fleiri en ein og fleiri en tvær skýringar á þessu. Tvennt er þó augljóst þegar kemur að neikvæðum fréttum danskra fjölmiðla. Þær eru að stórum hluta vegna nokkuð hrokafullar framkomu íslensku útrásarvíkingana í Danmörku meðan að bólan blés út og síðan Nyhedsavisen ruglið. Dæmi um hrokann eru ýmis ummæli sem vitna má til þegar Danir fóru að ræða við Íslendingana um grunninn að veldi þeirra í Danmörku þar sem kaup á „þjóðargersemum" á borð við Magasin du Nord og Hotel D´Angleterre báru hæst. Svörin voru á „góðir að græða á daginn og grilla á kvöldin" nótunum og við værum bara með fjármálin meira á hreinu en Danir. Þegar hið sanna kom svo á daginn vorum við einfaldlega fyrirlitin af mörgum málsmetandi Dönum fyrir þessa lygi. Nyhedsavisen er svo annað dæmi sem einkum situr í blaðamönnum sem vinna á dagblöðunum dönsku. Fréttir og umfjöllun þeirra er að stórum hluta grunnurinn að umfjöllun annarra fjölmiðla landsins. Nyhedsavisen kostaði danska prentmiðla mikla peninga, svo mikla að sum blöð römbuðu á barmi gjaldþrots og fjöldi blaðamanna mátti sjá á eftir starfsfélögum sínum yfir á atvinnuleysiskrá vegna samkeppninnar við hið íslenskættaða fríblað. Það sem verra er, prentmiðlar þessir þurfa að glíma áfram við miklar skuldir vegna Nyhedsavisen og því erfiðan rekstur. Ekki er hægt að finna neina samúð með íslenskum málstað á þessum fréttastofum. Hin breska jákvæðni er á töluvert öðrum forsendum en danska neikvæðnin. Í fyrsta lagi er hinn almenni Breti búinn að fá upp í kok af breskum bankamönnum. Þetta hefur glögglega komið í ljós í umræðunni þarlendis undanfarnar vikur. Það er ekki bara Goldman Sachs sem ætlar að borga ofurbónusa fyrir síðasta ár, breskir bankar ætla að gera slíkt hið sama. Bankar sem breskir skattgreiðendur máttu greiða fyrir svo blæddi úr nösunum á síðasta ári svo þeir yrðu ekki gjaldþrota. Þessi mikla andúð bresk almennings á sínum eigin bönkum smitar af sér yfir á Íslendinga því Icesave var jú ekkert annað en gróðabrall íslenskra bankamanna á breska markaðinum. Önnur ástæða fyrir jákvæðni Breta í garð Íslendinga er af pólitískum toga að nokkru leyti. Ísland nýtur þess óbeint að breska ríkisstjórnin með Gordon Brown í broddi fylkingar er óvinsæl. Ákvörðun hans um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og ákveða svo einhliða að tryggja allar innistæður Breta upp á 50.000 pund á Icesave eru af mörgum talin augljós mistök af hans hálfu. Hinsvegar er Icesave málið það lítið í bresku efnahagssamhengi að það verður seint kosningamál í komandi þingkosningum þarlendis. Síðan eru allir þeir sem eru hrifnir af „krúttunum" á Íslandi og því að þjóðin fær að segja til um bankaskuldir sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er nokkuð sem almenningur í flestum öðrum Evrópulöndum á alls ekki kost á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar sem fylgjast með Icesave umræðunni á erlendum vettvangi taka strax eftir því hve mikill munur er á viðbrögðunum í breskum og dönskum fjölmiðlum. Á meðan umræðan í breskum fjölmiðlum er fremur jákvæð í garð Íslendinga er hún á þveröfugum nótum í þeim dönsku. Það eru ugglaust fleiri en ein og fleiri en tvær skýringar á þessu. Tvennt er þó augljóst þegar kemur að neikvæðum fréttum danskra fjölmiðla. Þær eru að stórum hluta vegna nokkuð hrokafullar framkomu íslensku útrásarvíkingana í Danmörku meðan að bólan blés út og síðan Nyhedsavisen ruglið. Dæmi um hrokann eru ýmis ummæli sem vitna má til þegar Danir fóru að ræða við Íslendingana um grunninn að veldi þeirra í Danmörku þar sem kaup á „þjóðargersemum" á borð við Magasin du Nord og Hotel D´Angleterre báru hæst. Svörin voru á „góðir að græða á daginn og grilla á kvöldin" nótunum og við værum bara með fjármálin meira á hreinu en Danir. Þegar hið sanna kom svo á daginn vorum við einfaldlega fyrirlitin af mörgum málsmetandi Dönum fyrir þessa lygi. Nyhedsavisen er svo annað dæmi sem einkum situr í blaðamönnum sem vinna á dagblöðunum dönsku. Fréttir og umfjöllun þeirra er að stórum hluta grunnurinn að umfjöllun annarra fjölmiðla landsins. Nyhedsavisen kostaði danska prentmiðla mikla peninga, svo mikla að sum blöð römbuðu á barmi gjaldþrots og fjöldi blaðamanna mátti sjá á eftir starfsfélögum sínum yfir á atvinnuleysiskrá vegna samkeppninnar við hið íslenskættaða fríblað. Það sem verra er, prentmiðlar þessir þurfa að glíma áfram við miklar skuldir vegna Nyhedsavisen og því erfiðan rekstur. Ekki er hægt að finna neina samúð með íslenskum málstað á þessum fréttastofum. Hin breska jákvæðni er á töluvert öðrum forsendum en danska neikvæðnin. Í fyrsta lagi er hinn almenni Breti búinn að fá upp í kok af breskum bankamönnum. Þetta hefur glögglega komið í ljós í umræðunni þarlendis undanfarnar vikur. Það er ekki bara Goldman Sachs sem ætlar að borga ofurbónusa fyrir síðasta ár, breskir bankar ætla að gera slíkt hið sama. Bankar sem breskir skattgreiðendur máttu greiða fyrir svo blæddi úr nösunum á síðasta ári svo þeir yrðu ekki gjaldþrota. Þessi mikla andúð bresk almennings á sínum eigin bönkum smitar af sér yfir á Íslendinga því Icesave var jú ekkert annað en gróðabrall íslenskra bankamanna á breska markaðinum. Önnur ástæða fyrir jákvæðni Breta í garð Íslendinga er af pólitískum toga að nokkru leyti. Ísland nýtur þess óbeint að breska ríkisstjórnin með Gordon Brown í broddi fylkingar er óvinsæl. Ákvörðun hans um að setja hryðjuverkalög á Íslendinga og ákveða svo einhliða að tryggja allar innistæður Breta upp á 50.000 pund á Icesave eru af mörgum talin augljós mistök af hans hálfu. Hinsvegar er Icesave málið það lítið í bresku efnahagssamhengi að það verður seint kosningamál í komandi þingkosningum þarlendis. Síðan eru allir þeir sem eru hrifnir af „krúttunum" á Íslandi og því að þjóðin fær að segja til um bankaskuldir sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er nokkuð sem almenningur í flestum öðrum Evrópulöndum á alls ekki kost á.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar