Lífið

Leo hjartagull vill bjarga tígrisdýrunum

Leikarinn vinsæli hefur stofnað samtök sem berjast fyrir tígrisdýrum í útrýmingarhættu.
Leikarinn vinsæli hefur stofnað samtök sem berjast fyrir tígrisdýrum í útrýmingarhættu.

Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur stofnað samtök sem berjast fyrir tígrisdýr í útrýmingarhættu. Í samstarfi við World Wildlife Fund-samtökin hefur hann stofnað önnur samtök, Save Tigers Now, og vill safna fyrir þau tuttugu milljónum dollara.

DiCaprio er þessa dagana staddur í Asíu að kynna sér hversu alvarlegt vandamálið er. Hann vonast til að fjöldi tígrisdýra í heiminum tvöfaldist fyrir árið 2022. „Tígrisdýr eru í útrýmingarhættu og þau eru nauðsynleg fyrir mörg af mikilvægustu lífríkjum heimsins," sagði DiCaprio.

„Með því að leggja hart að sér er hægt að bjarga tígrisdýrunum úr útrýmingarhættu og vernda í leiðinni sum af síðustu villtu lífríkjum jarðar og bjarga þeim samfélögum sem hafa verið mynduð í kringum þau."

DiCaprio er þekktur umhverfisverndarsinni. Síðast lét hann til sín taka sem þulur heimildarmyndinnar 11th Hour sem fjallaði um umhverfismál.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.