Rannsókn og þróun: Rangar áherslur Þórarinn Guðjónsson skrifar 16. september 2010 10:55 Fjárfesting í grunnrannsóknum skilar beinum arði til þjóðfélagsins á margvíslegan hátt. Hins vegar skilar afraksturinn sér á lengri tíma en flestar aðrar fjárfestingar. Það er hlutverk hins opinbera að styðja við vísindi í formi grunnrannsókna, þar sem samkeppni ríkir og þekkingarsköpunin ein er markmiðið. Styrkur hátæknifyrirtækja og sprotafyrirtækja liggur síðan í hagnýtingu þessarar þekkingar með stuðningi bæði hins opinbera en þó einkum einkaaðila/fjárfesta. Til þess að fjárfesting hins opinbera í grunnrannsóknum njóti sín er nauðsynlegt að beina fjármunum til hæfustu vísindamanna þjóðarinnar. Ekki er til nein fullkomin leið til að deila út fjármagni til vísindarannsókna en sú leið sem flestar þjóðir í kringum okkur hafa farið og sú leið sem hvað gegnsæjust er hvað varðar gæði og framvindu vísindarannsókna eru samkeppnissjóðir. Samkeppnissjóðir Samkeppnisjóðir eru drifkraftur rannsókna og þróunarstarfs háskóla og rannsóknastofnana. Samkeppni um styrki til rannsókna felst í því að umsóknir fari í jafningjamat og styrkjum er einungis úthlutað til verkefna sem skara fram úr á hverjum tíma. Reynslan erlendis frá sýnir að samkeppnissjóðir eru besta leiðin til að efla vísindastarfsemi vegna þess að eftirlit með gæðum rannsókna, sem unnar eru fyrir fé úr samkeppnissjóðum, heldur vísindamönnum við efnið. Íslendingar verja umtalsverðu fjármagni í rannsóknir og þróun (R&Þ) og eru meðal efstu þjóða á þessu sviði í heiminum skv. opinberum tölum. Af heildarfjármunum hins opinbera til R&Þ fara þó einungis um 11% í gegnum samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs (V&T). 89% renna til stofnana/háskóla og annara sjóða í formi beinna fjárveitinga. Að sjálfsögðu þurfa rannsóknastofnanir og háskólar bein fjárframlög til grunnreksturs en bein fjárveiting til R&Þ er beinlínis hættuleg þar sem hún dregur úr gegnsæi, skilvirkni og nauðsynlegri samkeppni um rannsóknafé, sem svo leiðir af sér stöðnun og tap á nauðsynlegum drifkrafti sem einkennir verkefni sem eru háð styrkjum úr samkeppnissjóðum. Þetta dregur svo úr hagnýtingu þekkingar og stofnun sprotafyrirtækja. Rannsóknasjóður og tækniþróunarsjóður eru stærstu samkeppnissjóðir í umsjá Vísinda- og tækniráðs og er þeim ætlað að bera þungann af allri grunnvísindastarfsemi í landinu. Rannsóknasjóður hefur um 800 milljónir úr að moða árlega sem einhverjum finnst kannski vera stór fjárhæð og það er hún ef ekki er skoðað í hvað þessir fjármunir eiga að nýtast. Allir vísindamenn á Íslandi sem stunda virkar grunnrannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum, verk- og raunvísindum, félagsvísindum, hugvísindum og menntavísindum reiða sig að miklu eða öllu leyti á Rannsóknasjóð. Rannsóknasjóður leggur einnig stoðir undir allt meistara- og doktorsnám sem stundað er í landinu. Sé þessi upphæð skoðuð í þessu samhengi ætti flestum að vera ljóst að ekki er um mikla fjármuni að ræða. Fjölgun vísindamanna á Íslandi á síðustu árum hefur leitt til aukningar í umsóknum til Rannsóknasjóðs. Nú er svo komið að úthlutunarhlutfall rannsóknasjóðs er einungis 18,2%. Í þeim geira sem undirritaður þekkir best til, þ.e. heilbrigðis- og lífvísindi, er úthlutunarhlutfallið einungis 16,5% og stefnir í að verða enn minna á þessu ári. Í stuttu máli þýðir þetta að aðeins ein af hverjum sjö umsóknum fái styrk úr sjóðnum og fer fækkandi. Ýmsir aðrir sjóðir á vegum hins opibera styrkja grunnrannsóknir en þeir eru flestir afar sértækir og með takmörkuðu gæðamati. Af þessum sjóðum er AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi langstærstur með um 350 milljónir til skiptana á hverju ári. Úthlutunarhlutfall úr sjóðnum er um 50% sem er hinsvegar of hátt og bendir til þess að auk góðra verkefna fái ýmis meðalgóð og jafnvel slök verkefni brautargengi. AVS sjóðurinn er í umsjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Skynsamlegast væri að fjármunir sem lagðir eru í AVS sjóðinn rynnu beint inn í Rannsóknasjóð og/eða tækniþróunarsjóð V&T þar sem öflugra gæðamat fer fram. Þannig væru fjármunum skattgreiðenda best borgið og mest fengist fyrir þá. Ávinningur af sterkum samkeppnissjóðum Efling samkeppnissjóða gerir það að verkum að styrkir yrðu stærri og til lengri tíma auk þess sem úthlutunarhlutfall mundi aukast (25-30% úthlutunarhlutfall er ásættanlegt). Betri og árangursríkari rannsóknir yrðu framkvæmdar undir öflugu gæðamati. Rannsóknahópar stækkuðu og aukin samvinna yrði milli þeirra. Styrking samkeppnissjóða hvetti einnig til nauðsynlegrar nýliðunar. Aukið gegnsæi yrði með nýtingu fjármunanna sem héldi vísindamönnunum við efnið sem svo eykur líkurnar á betri vísindalegum árangri. Taka þarf upp fastakostnað (overhead) til stofnana Víðast hvar erlendis er gert ráð fyrir að háskólar og stofnanir fái viðbótarframlag (30-60%) vegna styrkja vísindamanna sem nýtist sem fastakostnaður og um leið er það háskólum og stofnunum til hagsbóta að hafa sem öflugasta vísindastarfsemi. Þetta leiðir til þess að samkeppni er milli stofnana og háskóla um öflugustu vísindamennina. Hér er þessu öfugt farið. Styrkir Vísinda- og tækniráðs gera ekki ráð fyrir viðbótarframlagi til stofnunar sem hýsir vísindamenn til að standa straum af slíkum fastakostnaði. Staðreyndin er því sú að þeir vísindamenn sem eru hvað virkastir og afla hárra styrkja eru byrði á sínum stofnunum. Það að vísindamenn séu fjárhagsleg byrði á sinni stofnun, í réttu hlutfalli við árangur í öflun vísindastyrkja og vísindavirkni, hindrar vöxt rannsóknahópa, hindrar hvata til nýliðunar, hvetur ekki til frekari styrkjasóknar og er beinlínis rangt. Eins og kerfið er byggt upp að þá elur það á meðalmennsku og refsar þeim vísindamönnum og rannsóknahópum sem standa sig hvað best. Hvað þarf að gera? Draga þarf úr beinum fjárframlögum sem ætlað er til R&Þ háskóla og rannsóknastofnana og beina þeim fjármunum beint inn í samkeppnissjóði V&T. Einnig þarf að að leggja niður sértæka sjóði með takmörkuðu gæðamati og beina þeim fjármunum inn í sjóði V&T. Á þennan hátt og með viðbótarframlagi frá stjórnvöldum þyrfti að fimmfalda sjóði Vísinda- og tækniráðs (Rannsóknasjóður verði 4 milljarðar). Úthlutunarhlutfall úr sjóðum V&T þyrfti að vera á bilinu 25-30% til að tryggja að sem flest afburðarverkefni hljóti styrki. Almennir verkefnastyrkir þyrftu að vera á bilinu 10-15 milljónir á ári að meðaltali og öndvegisstyrkir 30-60 milljónir á ári að meðaltali. Setja þarf á fót nýliðunarstyrki/stöðustyrki þar sem mögulegt væri fyrir stofnanir, í samvinnu við öflugan vísindamann, sem er að hefja sinn sjálfstæða vísindaferil, að sækja um slíka styrki. Slíkar stöður þyrftu að innihalda nauðsynlegt fjármagn til uppbyggingar rannsóknahóps (25-40 milljónir ári). Loks þyrfti að vera möguleiki á að styrkja stærri rannsóknasetur (100-150 milljónir ári). 30-40% fastakostnaður sem rennur beint til heimastofnunar vísindamannsins/rannsóknahópsins þarf að fylgja styrkjum. Ef þessi leið verður farin munum við á skömmum tíma byggja upp öflugt vísindasamfélag þar sem eingöngu afburðarvísindi fá að njóta sín sem svo skilar sér til lengri tíma í miklum hagvexti fyrir þjóðarbúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárfesting í grunnrannsóknum skilar beinum arði til þjóðfélagsins á margvíslegan hátt. Hins vegar skilar afraksturinn sér á lengri tíma en flestar aðrar fjárfestingar. Það er hlutverk hins opinbera að styðja við vísindi í formi grunnrannsókna, þar sem samkeppni ríkir og þekkingarsköpunin ein er markmiðið. Styrkur hátæknifyrirtækja og sprotafyrirtækja liggur síðan í hagnýtingu þessarar þekkingar með stuðningi bæði hins opinbera en þó einkum einkaaðila/fjárfesta. Til þess að fjárfesting hins opinbera í grunnrannsóknum njóti sín er nauðsynlegt að beina fjármunum til hæfustu vísindamanna þjóðarinnar. Ekki er til nein fullkomin leið til að deila út fjármagni til vísindarannsókna en sú leið sem flestar þjóðir í kringum okkur hafa farið og sú leið sem hvað gegnsæjust er hvað varðar gæði og framvindu vísindarannsókna eru samkeppnissjóðir. Samkeppnissjóðir Samkeppnisjóðir eru drifkraftur rannsókna og þróunarstarfs háskóla og rannsóknastofnana. Samkeppni um styrki til rannsókna felst í því að umsóknir fari í jafningjamat og styrkjum er einungis úthlutað til verkefna sem skara fram úr á hverjum tíma. Reynslan erlendis frá sýnir að samkeppnissjóðir eru besta leiðin til að efla vísindastarfsemi vegna þess að eftirlit með gæðum rannsókna, sem unnar eru fyrir fé úr samkeppnissjóðum, heldur vísindamönnum við efnið. Íslendingar verja umtalsverðu fjármagni í rannsóknir og þróun (R&Þ) og eru meðal efstu þjóða á þessu sviði í heiminum skv. opinberum tölum. Af heildarfjármunum hins opinbera til R&Þ fara þó einungis um 11% í gegnum samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs (V&T). 89% renna til stofnana/háskóla og annara sjóða í formi beinna fjárveitinga. Að sjálfsögðu þurfa rannsóknastofnanir og háskólar bein fjárframlög til grunnreksturs en bein fjárveiting til R&Þ er beinlínis hættuleg þar sem hún dregur úr gegnsæi, skilvirkni og nauðsynlegri samkeppni um rannsóknafé, sem svo leiðir af sér stöðnun og tap á nauðsynlegum drifkrafti sem einkennir verkefni sem eru háð styrkjum úr samkeppnissjóðum. Þetta dregur svo úr hagnýtingu þekkingar og stofnun sprotafyrirtækja. Rannsóknasjóður og tækniþróunarsjóður eru stærstu samkeppnissjóðir í umsjá Vísinda- og tækniráðs og er þeim ætlað að bera þungann af allri grunnvísindastarfsemi í landinu. Rannsóknasjóður hefur um 800 milljónir úr að moða árlega sem einhverjum finnst kannski vera stór fjárhæð og það er hún ef ekki er skoðað í hvað þessir fjármunir eiga að nýtast. Allir vísindamenn á Íslandi sem stunda virkar grunnrannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum, verk- og raunvísindum, félagsvísindum, hugvísindum og menntavísindum reiða sig að miklu eða öllu leyti á Rannsóknasjóð. Rannsóknasjóður leggur einnig stoðir undir allt meistara- og doktorsnám sem stundað er í landinu. Sé þessi upphæð skoðuð í þessu samhengi ætti flestum að vera ljóst að ekki er um mikla fjármuni að ræða. Fjölgun vísindamanna á Íslandi á síðustu árum hefur leitt til aukningar í umsóknum til Rannsóknasjóðs. Nú er svo komið að úthlutunarhlutfall rannsóknasjóðs er einungis 18,2%. Í þeim geira sem undirritaður þekkir best til, þ.e. heilbrigðis- og lífvísindi, er úthlutunarhlutfallið einungis 16,5% og stefnir í að verða enn minna á þessu ári. Í stuttu máli þýðir þetta að aðeins ein af hverjum sjö umsóknum fái styrk úr sjóðnum og fer fækkandi. Ýmsir aðrir sjóðir á vegum hins opibera styrkja grunnrannsóknir en þeir eru flestir afar sértækir og með takmörkuðu gæðamati. Af þessum sjóðum er AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi langstærstur með um 350 milljónir til skiptana á hverju ári. Úthlutunarhlutfall úr sjóðnum er um 50% sem er hinsvegar of hátt og bendir til þess að auk góðra verkefna fái ýmis meðalgóð og jafnvel slök verkefni brautargengi. AVS sjóðurinn er í umsjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Skynsamlegast væri að fjármunir sem lagðir eru í AVS sjóðinn rynnu beint inn í Rannsóknasjóð og/eða tækniþróunarsjóð V&T þar sem öflugra gæðamat fer fram. Þannig væru fjármunum skattgreiðenda best borgið og mest fengist fyrir þá. Ávinningur af sterkum samkeppnissjóðum Efling samkeppnissjóða gerir það að verkum að styrkir yrðu stærri og til lengri tíma auk þess sem úthlutunarhlutfall mundi aukast (25-30% úthlutunarhlutfall er ásættanlegt). Betri og árangursríkari rannsóknir yrðu framkvæmdar undir öflugu gæðamati. Rannsóknahópar stækkuðu og aukin samvinna yrði milli þeirra. Styrking samkeppnissjóða hvetti einnig til nauðsynlegrar nýliðunar. Aukið gegnsæi yrði með nýtingu fjármunanna sem héldi vísindamönnunum við efnið sem svo eykur líkurnar á betri vísindalegum árangri. Taka þarf upp fastakostnað (overhead) til stofnana Víðast hvar erlendis er gert ráð fyrir að háskólar og stofnanir fái viðbótarframlag (30-60%) vegna styrkja vísindamanna sem nýtist sem fastakostnaður og um leið er það háskólum og stofnunum til hagsbóta að hafa sem öflugasta vísindastarfsemi. Þetta leiðir til þess að samkeppni er milli stofnana og háskóla um öflugustu vísindamennina. Hér er þessu öfugt farið. Styrkir Vísinda- og tækniráðs gera ekki ráð fyrir viðbótarframlagi til stofnunar sem hýsir vísindamenn til að standa straum af slíkum fastakostnaði. Staðreyndin er því sú að þeir vísindamenn sem eru hvað virkastir og afla hárra styrkja eru byrði á sínum stofnunum. Það að vísindamenn séu fjárhagsleg byrði á sinni stofnun, í réttu hlutfalli við árangur í öflun vísindastyrkja og vísindavirkni, hindrar vöxt rannsóknahópa, hindrar hvata til nýliðunar, hvetur ekki til frekari styrkjasóknar og er beinlínis rangt. Eins og kerfið er byggt upp að þá elur það á meðalmennsku og refsar þeim vísindamönnum og rannsóknahópum sem standa sig hvað best. Hvað þarf að gera? Draga þarf úr beinum fjárframlögum sem ætlað er til R&Þ háskóla og rannsóknastofnana og beina þeim fjármunum beint inn í samkeppnissjóði V&T. Einnig þarf að að leggja niður sértæka sjóði með takmörkuðu gæðamati og beina þeim fjármunum inn í sjóði V&T. Á þennan hátt og með viðbótarframlagi frá stjórnvöldum þyrfti að fimmfalda sjóði Vísinda- og tækniráðs (Rannsóknasjóður verði 4 milljarðar). Úthlutunarhlutfall úr sjóðum V&T þyrfti að vera á bilinu 25-30% til að tryggja að sem flest afburðarverkefni hljóti styrki. Almennir verkefnastyrkir þyrftu að vera á bilinu 10-15 milljónir á ári að meðaltali og öndvegisstyrkir 30-60 milljónir á ári að meðaltali. Setja þarf á fót nýliðunarstyrki/stöðustyrki þar sem mögulegt væri fyrir stofnanir, í samvinnu við öflugan vísindamann, sem er að hefja sinn sjálfstæða vísindaferil, að sækja um slíka styrki. Slíkar stöður þyrftu að innihalda nauðsynlegt fjármagn til uppbyggingar rannsóknahóps (25-40 milljónir ári). Loks þyrfti að vera möguleiki á að styrkja stærri rannsóknasetur (100-150 milljónir ári). 30-40% fastakostnaður sem rennur beint til heimastofnunar vísindamannsins/rannsóknahópsins þarf að fylgja styrkjum. Ef þessi leið verður farin munum við á skömmum tíma byggja upp öflugt vísindasamfélag þar sem eingöngu afburðarvísindi fá að njóta sín sem svo skilar sér til lengri tíma í miklum hagvexti fyrir þjóðarbúið.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun