Sænska stjarnan til Íslands 21. júlí 2010 09:00 Hin sænska Robin Miriam Carlsson, eða Robyn eins og hún kallar sig, mun sjá til þess að dansþyrstir Íslendingar geti dillað sér á Iceland Airwaves. Sænska poppstjarnan Robyn kemur fram á Iceland Airwaves í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Robyn kemur fram á tónleikum á Íslandi en söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. „Robyn er stærsta erlenda nafnið sem við höfum gefið upp fyrir hátíðina í ár,“ segir Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves. Robyn mun hafa haft mikinn áhuga á að koma á hátíðina og gerði því ráð fyrir Íslandi í tónleikaferðalagi sínu milli heimshorna. „Robyn er mjög spennt fyrir að koma til landsins og lítur á tónleikana hér sem lið í kynningarferð sinni um heiminn,“ segir Egill og bætir við að sænska poppstirnið sé að springa út sem tónlistarmaður um þessar mundir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Robyn kemst í kynni við íslenskt skemmtanalíf. Hún þeytti skífum á Jacobsen fyrir ári við mikinn fögnuð íslenskra aðdáenda. Egill segir að það sé ekki vaninn að fá svona frægan tónlistarmann eins og Robyn á hátíðina en að þeir séu mjög ánægðir með komu hennar. „Við reynum oft að finna frekar nýjar og ferskar hljómsveitir. Reynum að ná þeim áður en þær springa út. Robyn er þegar orðin stór á Norðurlöndunum og í Evrópu,“ segir Egill og bætir við að hann og aðstandendur hátíðarinnar vinni baki brotnu við að koma henni heim og saman. „Þetta gengur mjög vel og við höfum lagað okkur að breyttu umhverfi í þjóðfélaginu. Nú segjum við bara hljómsveitum sem eru að gera þetta fyrir peningana að fara eitthvert annað,“ segir Egill og bætir við að hann hafi frekar fundið fyrir auknum áhuga á landi og þjóð eftir eldgos og hrun en öfugt. Nú hafa 23 erlendar sveitir staðfest komu sína á Iceland Airwaves þar á meðal Bombay Bicycle Club frá Bretlandi, Efterklang frá Danmörku og Slagsmålsklubben frá Svíþjóð. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Sænska poppstjarnan Robyn kemur fram á Iceland Airwaves í ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Robyn kemur fram á tónleikum á Íslandi en söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. „Robyn er stærsta erlenda nafnið sem við höfum gefið upp fyrir hátíðina í ár,“ segir Egill Tómasson hjá Iceland Airwaves. Robyn mun hafa haft mikinn áhuga á að koma á hátíðina og gerði því ráð fyrir Íslandi í tónleikaferðalagi sínu milli heimshorna. „Robyn er mjög spennt fyrir að koma til landsins og lítur á tónleikana hér sem lið í kynningarferð sinni um heiminn,“ segir Egill og bætir við að sænska poppstirnið sé að springa út sem tónlistarmaður um þessar mundir. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Robyn kemst í kynni við íslenskt skemmtanalíf. Hún þeytti skífum á Jacobsen fyrir ári við mikinn fögnuð íslenskra aðdáenda. Egill segir að það sé ekki vaninn að fá svona frægan tónlistarmann eins og Robyn á hátíðina en að þeir séu mjög ánægðir með komu hennar. „Við reynum oft að finna frekar nýjar og ferskar hljómsveitir. Reynum að ná þeim áður en þær springa út. Robyn er þegar orðin stór á Norðurlöndunum og í Evrópu,“ segir Egill og bætir við að hann og aðstandendur hátíðarinnar vinni baki brotnu við að koma henni heim og saman. „Þetta gengur mjög vel og við höfum lagað okkur að breyttu umhverfi í þjóðfélaginu. Nú segjum við bara hljómsveitum sem eru að gera þetta fyrir peningana að fara eitthvert annað,“ segir Egill og bætir við að hann hafi frekar fundið fyrir auknum áhuga á landi og þjóð eftir eldgos og hrun en öfugt. Nú hafa 23 erlendar sveitir staðfest komu sína á Iceland Airwaves þar á meðal Bombay Bicycle Club frá Bretlandi, Efterklang frá Danmörku og Slagsmålsklubben frá Svíþjóð. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira