Körfubolti

Julia Demirer lent á Íslandi og komin með leikheimild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julia Demirer lék með Hamar í fyrravetur.
Julia Demirer lék með Hamar í fyrravetur. Mynd/www.hamarsport.is

Julia Demirer verður með Hamar á móti Keflavík í átta liða úrslitum Subwaybikars kvenna í körfubolta í kvöld en liðin mætast í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15. Julia Demirer lenti á Íslandi í gær og er komin með öll leyfi hjá KKÍ.

Keflavíkurkonur áttu í miklum vandræðum með Juliu í fyrravetur en tókst þó samt alltaf að vinna leikina á móti Hamar þrátt fyrir að Demirer væri með 23,5 stig og 20,0 fráköst að meðaltali.

Julia Demirer hitti sérstaklega vel í tveimur leikjum sínum í Toyota-höllinni í Keflavík þar sem 25 af 35 skotum hennar rötuðu rétta leið sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Hún var alls með 59 stig og 39 fráköst í þessum tveimur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×