Erlent

Hættið að skila glæpononum okkar

Óli Tynes skrifar
Tíðni morða í Mexíkó er skelfileg.
Tíðni morða í Mexíkó er skelfileg.

Fjórir Mexíkóskir bæjarstjórar hafa beðið Bandaríkjamenn um að hætta að skila mexíkóskum glæpamönnum yfir landamærastöðvar.

Þessir menn setjast gjarnan að í þorpum við landamærin. Það hefur aukið glæpatíðni þar stórlega, segja bæjarstjórarnir.

Bæjarstjórinn í Ciudad Juarez segir að af 80 þúsund mönnum sem þangað hafi skilað sér á undanförnum þrem árum hafi verið 28 þúsund dæmdir glæpamenn. Meðal þeirra voru sjöþúsund nauðgarar og tvöþúsund morðingjar.

Bæjarstjórinn segir að þetta hafi stóraukið glæpatíðni í Ciudad Juarez en þar hafa verið framin yfir 2.200 morð það sem af er þessu ári.

Bæjarstjórarnir fjórir vilja að í stað þess að senda glæpamennina í rútu að landamærunum sendi Bandaríkjamenn þá flugleiðis til sinna heimabæja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×